1.3.04

Héðan í frá mun ég skrifa alla mína bloggtexta fyrst á word skjal og setja þá síðan inn á bloggið til að forðast allt vesen....
Ýmislegt að frétta héðan annars, síðasta vikan í raftinu var bara frekar góð, við höfum alltaf farið á sama staðinn að rafta þannig að það breyttist ekki neitt nema á miðvikudag var haldið í overnight rafting trip sem er hluti af þessu námskeiði þar sem við eigum að skipuleggja allt sjálf, pakka dótinu í þurrpoka og slíkt og festa það í bátana og svo sigla með þá. Þetta gekk allt rosalega vel en ég var samt ekki alveg klár á því hvert nákvæmlega við værum að fara né hversulangan tíma þetta myndi taka hvorn daginn. Allavega þá kom það fljótlega í ljós, fyrridagurinn (sem betur fer var sólríkur og heitur) röftuðum við í 2.5klst á mjög rólegu “vatni” mesta lagi grade 2 varla það samt, komumst á staðinn þar sem átti að tjalda og sofa þegar klukkan var um 3, en alltof stuttur dagur en það voru teknar nokkrar sundæfingar áður en allir fóru í það að koma sér fyrir sem var bara mjög gott, svo var eldað og borðað og spjallað og bara gaman... farið að sofa um 10. vaknað á fimmtudagsmorgun um 8 morgun matur, komumst að því að við höfðum gleymt hádegismatnum sem var náttlega mínus í kladdan (fannst líka frekar skrítið hvað maturinn allur tók lítið pláss) svo var pakkað saman og haldið af stað, ennþá mjög gott veður, ótrúlegt en satt því það er búið að rigna alveg óvenjumikið hérna síðan ég kom. Þann daginn röftuðum við í 1.5klst í grade 2 vatni og búið, ferðin búin, frekar lélegt fannst mér en hvað um það, mjög gaman samt.
Í gegnum allt þetta námskeið fást “jug fines” (=kaupa bjór á línuna) ef maður gerir eitthvað sem maður á ekki að gera eða gleymir einhverju eða annað slíkt, því var ákveðið að taka út þessar “jug fines” á fimmtudagskvöld, við vorum 10 saman í þessum námskeiði og okkur tókst að safna saman 15 jug fines þannig að það var slatti af bjór og tókst okkur að klára hann allan......segi meir um það!!
Föstudagur var svo síðasti dagurinn, allt klárað og fengum að vita hvernig við stóðum okkur og held ég að allir hafi náð, bara með mismunandi einkunn, A B eða C; hugsa að ég fái svona C sem er fínt finnst mér!!
Komum heim á föstudagsseinnipart og viti menn, það var rigning í Nelson, ótrúlegt en satt þannig að ég gerði nú ekki mikið á föstudagskvöld nema að kíkja á netkaffi og fékk mér kaffibolla með liz og mat (og þau eru skrítið par skal ég ykkur segja, það er sko engin spurning hver er foringinn þar!!). laugardagur, líka rigning, fór samt í bæinn með cc og chris (bæði sænsk, cc býr með mér) og við fengum okkur kaffi og spiluðum pool og horfðum á rigninguna og engin smá rigning...
Laugardagskvöld var partý hjá nokkrum úr bekknum, þannig að ég og svíarnir hittumst og elduðum saman og fórum svo í partý sem var bara hin mesta skemmtun og það var loksins hætt að rigna!!! Bjór, pool, dansidans og fleira....
Sunnnudagur, loksins sól!!!
Ég og Cc fórum og skoðuðum íbúð sem við vorum að spá í að taka á leigu og erum búnar að ákveða að gera það og flytjum þangað í vikunni ásamt Ai sem er frá Japan þannig að það verður bara fínt, ekki að ég hafi verið eitthvað óánægð á hinum staðnum bara svona betra að hafa sitt eigið húsnæði og svona meira privacy og ef einhverjir eru að koma í heimsókn og svona er það mikið auðveldara, svo er þetta mun nær miðbænum og við hliðina á supermarkað þannig að það er bara gott!!
Talaði við hann magga minn í smá stund um hádegið og var það náttlega bara gaman, hann ætlar að koma til mín í júní og vera hjá mér eins lengi og hann getur.
Svo ætla mamma og pabbi líklega að koma líka í júní/júlý einhvern tíman en ég er í fríi frá skólanum í 7 vikur þarna eða frá 3 júní til 26 júlí!!!
Ég byrjaði á nýju námskeiðið í dag en það er um að læra að guida, safna saman upplýsingu og halda tölu fyrir framan túrista; þetta þýðir að ég verð based hérna í nelson næstu 4 vikurnar en við gerum náttlega það besta úr þessu og ég reyni bara að fara eitthvað í burtu um helgar og eru næstu 2 helgar nú þegar planaðar.
Svo ætlar Rebekka, vinkona úr HR, að koma til mín í heimsókn í vikur til 10 daga í byrjun apríl og verður það alveg splendid, en eftir þetta námskeið núna er páskafrí í 3 vikur.
Jæja þetta er sko alveg komið nóg í bili fyrir ykkur...
Alltaf gaman að fá eitthvað frá ykkur líka, þið sem lesið þessa vitleystu....
Þangað til næst!!!
Elsa

Engin ummæli: