Jæja jæja loksins loksins fáið þið að heyra eitthvað frá mér.. vonandi voruð þið að bíða eftir því!!!;)
Það er bara búið að vera ótrúlega mikið að gera hjá mér í vikunni í tíminn bara flýgur áfram. En ég ætla náttlega að byrja á síðustu helgi, hún var náttlega bara góð eins og flestar helgar eru!!
Eins og ég var búin að segja ykkur þá fór ég til Hokitika sem er bær á vesturströndinni til að vera viðstödd “Wild Food Festival 2004” sem er víst árlegur viðburður hérna. Ég, Liz, Matt (sem ég bjó hjá í byrjun) og Katie (vinkona þeirra) lögðum af stað frá Nelson um kl. 18 á föstudagskvöld og keyrðum í um 4 klst þangað til við komum til Hokitika. Við gistum hjá systur Liz sem býr þarna en hún á 3 systkini sem búa á þessu svæði. Þetta var svona eiginlega útí sveit, allavega alveg 5 mín akstur til Hoki og hjá þeim hjónum var bara allt í boði, ískápurinn opin og maður hjálpaði sér bara sjálfur og svo var þarna leik herbergi með pool borði, sjónvarpi og græjum og peningaspilakassa og svo síðast en ALLS ekki síst þá voru þau með bar, og ég meina alvöru bar, allt til!!! Reyndar náði ég ekki að nota hann neitt því miður!!:(
Á laugardag var síðan haldið til hoki á festivalið og þar var komið saman um 20.000 manns (það búa um 5000 manns í bænum) og var þarna alveg þvílíkur eyjafílingur í manni nema það var sól, engin rigning. Tilgangurinn með þessu festival held ég að sé að hella alla fulla til að fólk smakki frekar það sem er í boði, allavega var annar hver bás með eitthvað áfengt í boði. Það sem ég smakkaði hins vegar var: snigill, froska blanda(áfengt skot), áll, sverðfiskur, dádýr, paua kjöt (nýsjálenskur fugl), engispretta (steikt), nautatippi, strútakjöt, huhu orm(ormur sem lifir í trjám, fékk bæði steiktan og svo einn lifandi, mjög gott!!;) ), sporðdreki (steiktur), og svo örugglega eitthvað meira sem ég man ekki!!!
Allavega þá voru liz og matt að bjóða mér allt saman og mjög ánægð með að ég væri til að prófa allt en katie þorði varla að prófa neitt sem mér finnst frekar dapurt!!
Svo voru náttlega allskonar skot inná milli og vín og bjór og svona þannig að mannskapurinn var orðinn frekar hress um 6 þegar öllu var lokað. Þá var bara haldið í bæinn og drukkið meira en ég var mjög skynsöm drakk ekki mikið, allavega man ég alveg eftir öllu!!!;) en að horfa á liðið sem var búið að drekka allan daginn í sólinn og hitanum minnti mjög á verslunarmannahelgi á klakanum!!!
Við vorum komin heim um miðnætti og þá voru bara allir frekar þreyttir þannig að það var bara skriðið uppí rúm fljótlega. Sunnudagurinn fór svo bara í keyrslu til baka til Nelson.
Vikan hjá mér er búin að einkennast af fróðleik um maori menningu en maori eru innfæddir hérna í nz. Við erum búin að fara í gönguferðir um nelson og skoða merka staði og gera ýmislegt tengt þeirra menningu, búa til tea sem hreinsar líkamann af öllu rusli, búa til vopn úr steini og timbri, og svo “fundum” við greenstone sem er svona heilagt eitthvað fyrir maori sem er líka hálsmen mjög flott og það var framkvæmt ógurleg trúarathöfn við það og mun þessi steinn vernda mig um alla ævi!!!J
Í dag er ég svo búin að sitja við tölvuna til að klára lokaverkefnið okkar sem er 4 klst ganga um Abel Tasman National Park með túrist og verður það framkvæmt á miðvikudaginn næsta, fróðlegt... alveg búið að vera frekar leiðinlegt en maður verður að vera jákvæður og bara klára þetta því það er svo margt skemmtilegt að gerast framundan!!!
Já og vá gleymdi næstum, Elfa systir átti afmæli 16.mars, TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ ELFA MÍN, ef þú lest þetta en vona að þú hafir fengið smsið mitt!!!
Jæja, farin í ræktina..... maður verður að koma sér í form fyrir glacier guiding kúrsinn því það verður víst ekkert grín!!!
Bið að heilsa.... Elsa
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli