Jæja jæja guys nú er þetta allt að gerast...
En fyrirgefið náttlega í fyrsta lagi hvað ég er ekki dugleg að skrifa hérna, það bara nóg annað að gerast í lífinu mínu að ég nenni ekki alveg að sitja hérna við tölvuna alla daga eins og ég nennti heima áður en ég kom hingað!!!
Dagarnir líða alveg rosalega hratt hérna, samvistin í nýju íbúðinni gengur alveg rosalega vel, reyndar er sú japanska ekki flutt inn enn en hún kemur um helgina væntanlega. Sú sænska, Cc, er komin með kærasta og frekar erfitt að vera að horfa á þau alltaf eitthvað að kelast!!L
En hvað um það... það er smá breyting á dagskránni hjá mér framunan en ég er búin að ákveða að fara til ástralíu núna í byrjun apríl og hitta rebekku (var með mér í hr og býr núna í hong kong) þar og ferðast með henni og hennar félögum, vona að það verði rosa gaman, hún ætlaði að koma til mín og vera í viku og fara svo til ástralíu og vera þar í viku en ég ákvað bara að gera hlutina einfaldari og fara og hitta hana í ástralíu og ætlar hún að koma til nz í nóvember í staðin þegar ég er búin í skólanum og það er komið sumar hérna og munum við náttlega ferðast helling um þá.
annars eru mamma og pabbi og maggi að koma í byrjun júní, ég er í fríi frá skólanum í 7 vikur og ætlum við öll saman að byrja á að fara á eina eyju í karabíska hafinu sem heitir Rarotonga (hluti af cook islands) og vera þar öll saman í viku og fara svo þaðan til nz og ferðast um í svona 2 vikur eða eins og við nennum en þá fara mamma og pabbi aftur heim og maggi verður eitthvað lengur, en það á eftir að koma í ljós hvað hann ætlar að vera lengi hérna hjá mér.
Annars var helgin hjá mér bara góð, fór á tónleika með nz hljómsveit sem heitir Almuno P sem var reyndar ekkert alveg æðislegt, fullt að 15 ára gelgjum hlaupandi og öskrandi um allt. Síðan á laugardag fórum við nokkur saman til murch á buller festival og horfðum á slalom þar sem bestu slalom kayak gaur landsins voru að reyna að ná lágmarkinu fyrir ólympíuleikana, ég vissi ekki að það væri keppt í kayak róðri á ólympíuleikunum en það er víst!!! Og svo var náttleg partý um kvöldið og svo rodeo keppni á sunnudag sem var reyndar ekkert sérstök, svo fáir gaurar sem gátu virkilega gert eitthvað, hinir bara sigldu í gegnu og gerðu ekki neitt!!
Svo er jú myndir væntanlegar, vonandi í þessari viku en ég lofa engu.
Farin heim núna, að fá mér eitthvað gott að borða og svo að sofa fljótlega eftir það því helgin tók jú pínu á!!!
Meira seinna fallega fólk!!!;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli