12.3.04

Kia Ora!!!
Kæru vinir og vandamenn..
Langaði bara að kasta á ykkur kveðju og aðeins segja frá því sem á daga mína hefur drifið að undanförnu.
Á mánudag fór ég með bekknum til Abel Tasman sem er þjóðgarður hérna rétt hjá Nelson, þetta er minnsti þjóðgarður Nýja Sjálands en jafnframt sá vinsælasti að ég held. Fyrstu evrópubúar sem komu til nz eru sagðir hafa komið þar við og nokkrir af þeim drepnir af innfæddum(maori) vegna einhvers misskilnings þeirra á milli. Við rölltum þarna um og þurfum öll að halda smá tölu um eitthvað merkilegt í garðinum en það er það sem þessi kúrs gengur út á... tala við túristana...
Við fórum nú ekki langt inní garðinn þar sem einn strákurinn er á hækjum og frekar erfitt fyrir hann að komast um (hann var í vinnunni, vinnur við sjóinn í kringum báta og var að hlaupa í sjónum til að komast í bátinn en steig þá á akkerið sem fór í gegnum ristina á honum!!!!!)
Það eru allir núna að undirbúa 2 klst fyrirlestur til að tala við um gesti sem við eigum að taka í túr um garðinn í síðustu vikunni.... mjög spennandi... eða ekki.. því við þurfum að afla heimilda náttlega og læra fullt utanaf, ekki gaman!!!
Síðan á þriðjudag fórum við í hellaskoðun, sem var frekar áhugavert, nema hvað að gætinn talaði eiginlega alltof hratt fyrir mig þannig að ég skildi ekki mikið.. við fórum einnig að skoða belju sem var inní einhverjum kofa, dauð, búin að vera þar í nokkur ár og ekki enn rotnuð, hún var þarna nánast í heilu lagi og enginn veit hvernig þetta er hægt!!! Áhugavert!!!
Í dag var svo farið í hangi, sem er svona traditional eitthvað fyrir maori, matur eldaður ofan í jörðinni, allskonar kjöt og grænmeti með reyk bragði, var ekki alveg að fíla það en alveg ætt samt og gaman að prófa eitthvað nýtt alltaf... finnst allavega íslenskt lambalæri grillað í holu mun betra!!!
Svo um helgina er ég að fara með mat og liz(fólkið sem ég bjó hjá fyrst) á wild food festival í hokitaka sem er lítill bær á vesturströnd nz. Þetta verður eitthvað mjög áhugavert því eins og nafnið gefur til kynna þá verður þarna á boðstolnum t.d. snákar, froskar, ánamaðkar, engisprettur og fleira spennandi væntanlega....
Segi ykkur betur frá því á mánudag!!
Já og því miður tókst ekki að setja myndir inn í vikunni vonandi í næstu!!!!
Meira seinna kæru vinir... og já það er alltaf gaman að fá kveðju frá ykkur líka!!!
Elsa

Engin ummæli: