1.6.06


jæja best að láta aðeins heyra í sér.
nú er allavega ekki hægt að segja að sé ekkert búið að vera að gerast því það er sko mikið búið að gerast.

fór í lokaferð með gönguleiðsögunemum um austanvert snæfellsnes í 5 daga, frá miðvikudegi til sunnudags, ferðin tókst í alla staði alveg frábærlega, vorum mjög heppin með veður þó það hafi verið frekar kalt þá var þurrt allan tíman og bjart þannig að allir mjög sáttir.
nemarnir stóðu sig allir vel að mati kennarans og stóðust ferðin allir saman, við fórum 11 saman, þar af einn kennari, 5 dagar sem voru skiptir á nemana þannig að hver og einn fékk að leiðsegja og stjórna hópnum í hálfan dag!
hápunktur ferðarinn var væntanlega haförn sem við sáum á leiðinni og sveimaði hann yfir okkur í smá stund og var þetta akkúrat þegar ég var leiðsögumaður, þannig að ég fékk stóran punkt fyrir það!!!;)
annar hápunktur var við endastað en pabbi minn sem keyrir stundum fyrir hópbíla bað um að fá að sækja okkur og mætti og mamma með honum með þvílíka veisluna handa öllum, nýbakað brauð, kleinur, skúffukaka, ostar, vínber, kaffi, kakó og fleira, svoldið fyndið þar sem allir voru búnir að vera að ræða það hvað þeir ætluðu að borða af afgangs nestinu þegar við kæmum í rútuna!!
þannig að annar stór plús í kladdann fyrir mig, TAKK FYRIR MAMMA MÍN!!!:)
á miðvikudeginum eftir ferðina var síðan útskriftin og vorum við 8 manns sem útskrifuðumst af göngleiðsögn en um 35 af leiðsögumannabrautinni í heild.
um kvöldið var svo grillveisla í vinnunni minni, deildinni minni, sem við maggi mættum í og við vorum 11 saman þar og tókst veislan alveg frábærlega, frábært fólk sem ég er að vinna með!!
sama kvöld var líka partý í skólanum heima hjá einum til að fagna útskriftinni og fór ég þangað um 1.30, það var svo gaman í vinnu partýinu að ég gleymdi alveg tímanum, ætlaði að vera farin í seinna partý mikið fyrr!!!
en kvöldið í heild alveg stórkostlegt!!!
to be continued.....

elsa

1 ummæli:

Tilvera okkar.... sagði...

Til hamingju með útskriftina fröken Tæfa!!!