19.6.06

Er ekki best að skrifa smá fyrst ég er í stuði.
ýmislegt gert síðan síðast, ekki hægt að sitja auðum höndum!!;)
reyndar finnst maggi stundum aðeins of mikið að gera hjá mér en mér finnst það ekki neitt!!
hvannadalshnúkur var alveg meiriháttar eins og hefur komið fram nú þegar, bæði helgina á undan og eftir hvítasunnuna voru frekar leiðinlegar og leiðinlegt veður þannig að við vorum mjög heppin þó það hafi verið 250 manns þarna, en við komumst alla leið!!!
líðanin eftir gönguna var bara mjög góð og helgina eftir var stefnan tekin á fimmvörðuháls með 11 öðrum félögum og vinum, löbbuðum vestan megin við skógaá á laugardagsmorgni um kl. 11 og vorum komin í bása rétt rúmlega 21 um kvöldið þannig að 10 tíma ganga þar og gekk allt rosalega vel. veðrið var fínt, logn og hlýtt en smá þoka og rigning en leiðsögumennirnir stóðu sig með prýði og leiddu okkur í gegnum þokuna (voru 4 leiðsögumenn með í för!!;)
allir stóðu sig vel og vil ég hrósa sérstaklega þeim hugrúnu, sigrúnu og ingigerði en þær höfðu aldrei farið í svona langa dagsgöngu áður, til hamingju stelpur!!!:)
síðan var grillað í mörkinni og fengið sér smá bjór og svonna, bara gaman að því.
vöknuðum svo á sunnudagsmorgun í mígandi rigningu og var þá bara drifið sig af stað í bæinn með viðkomu í lóninu!!!
eins og flestir vita þá er búið að rigna ansi mikið á okkur hérna á klakanum undanfarið þannig að best er bara að halda sér innandyra!!
gerðist svo sem ekkert spennandi í vikunni sem leið nema hvað að íbúðin hans magga er orðin fokheld mætti segja, en það kom upp leki sem er nú búin að vera að gerjast síðan um jól væntanlega og var verið að gera við hann á föstudag og kom þá í ljós að parketið í allir íbúðinni er ónýtt lika og var það rifið af og núna er bara verið að þurrka steypuna þar til það má leggja nýtt parket og getur það tekið alveg mánuð eða meir þannig að við fluttum bara til mömmu og pabba á meðan!!
á 17 júní fór ég í bústaðinn í grímsnesinu og hjálpaði til við að sníða og smíða pall!!
ótrúlega stolt af því!!!
fór svo aðeins í bæinn um kvöldið í algjöran reykjarmökk, hlakka svo til þegar það verður bannað að reykja á pöbbum og veitingastöðum!!!:)

jæja, meira síðar...
farin að vinna!
nyjar myndir á myndasíðu, endilega kíkið!!
Elsa

1 ummæli:

Ingigerður sagði...

Takk fyrir það. :) Þetta var rosalega gaman!