21.6.06


það eru greinilega ennþá einhverjir sem hafa á trú á mér og kíkja hérna inn þannig að ég held áfram að skrifa!!
var að kaupa mér nýtt hjól og er rosalega ánægð með það, fékk það á í markinu, dömuhjól með stillanlegu stýri þannig að ég get fært það fram ef ég vil vera meira svona fjallahjóla!!!
og að því tilefni er ég búin að hjóla í vinnuna í gær og í dag og er stefnan sett á að halda því áfram eitthvað, lofa nú engu en geri mitt besta.
næstu helgar eru nú þegar planaðar og er nú best að einbeita sér bara að einu í einu þó þetta sé allt saman mjög spennandi.
næstu helgi er ég að fara norður með ferðafélaginu tæfunum og er stefnan sett á að klífa 5 toppa á laugardeginum, þar á meðal súlur og kerlingu (1540 mys) sem er hæsta fjall eyjafarðar og svo á sunnudag á að kíkja á lofthellir sem er einhversstaðar nálægt mývatni, hellir á 5 hæðum og 370 metra langur, enginn annar hellir til á svo mörgum hæðum hér á íslandi!!
spáin er góð fyrir laugardaginn allavega, allt að 18 stiga hiti þannig að þetta litur bara mjög vel út allt saman!!!
allir velkomnir með,farið verður á einkabílum og gisting á eigin vegum, skráning í síma 845-9233!!;)

nú er maggi bara í tiltekt í vinnunni því það leiðinlega atvik gerðist að það urðu vatnsskemmdir á laugarás, þegar menn mættu í vinnu á sunnudagsmorgun var staðurinn eins og gufubað og þurfti að dæla sjö og hálfu tonni af vatni uppúr kjallaranum, allur matur og drykkur ónýtur og eitthvað af tækjum líka!!
frekar leiðinlegt það allt, en þeir eru alveg tryggðir í topp þannig að það er allaveg í lagi. maggi er sem sagt bara búin að vera að þrífa og taka til þarna í vikunni og verður staðurinn væntanlega ekki opnaður aftur fyrr en í næstu viku.
við fórum til helgu og binna að horfa á leikinn í gær og fórum á sushi take away stað sem er ný opnaður niðri við höfn, eða rétt hjá sægreifanum þeir sem vita hvar hann er, alveg meiriháttar gott sushi á fínu verði, mæli með því fyrir þá sem fíla sushi, pabbi meira að segja borðaði 10 bita!!!

jæja meira síðar...
Elsa

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mæli eindrefið með þessu sushi:) hrikalega gott, takk fyrir mig:)