16.5.06


PASSAR ÞETTA VIÐ MIG EÐA HVAÐ??

Meyjan hefur oft áhuga á verslun og viðskiptum, enda ríkt í eðli hennar að vilja framkvæma og hreyfa við hlutum, eða láta málin ganga áfram. Kyrrstaða er andstæð eðli hennar, enda er Meyjan breytilegt merki sem þarf á hreyfingu og fjölbreytni að halda. Hún verður eirðarlaus ef hún hefur lítið fyrir stafni. Meyjan hefur í raun gaman af því að vinna, kannski vegna þess að hún á erfitt með að vera kyrr. Eitt helsta einkenni margra Meyja er að vera á sífelldum þönum, hlaupandi fram og aftur, alltaf að gera eitthvað.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hhhmmm já sýnist þetta vera skrifað um þig:)