15.5.06



Þá er maður nú búin að vera duglegur síðan síðast, ekki að skrifa reyndar heldur að hreyfa sig. hjólaði í vinnuna næstum alla daga og í skólann og heim, ekki alltaf því maður má ekki fara alveg of geyst af stað.
fór í sumarbústað í húsafelli með stelpum úr hr um þar síðustu helgi og var það alvöru stelpu ferð, mjög gaman.
fór svo núna um helgina í gönguferð á leggjabrjót með vinnuna, var ég titlaður sem leiðsögumaður og mætti segja að þetta hafi verið jómfrúarferðin mín!!
alveg meiri háttar ferð, æðislegt veður og allir stóðu sig alveg rosalega vel, vorum níu úr vinnunni (erum 120 sem vinnum saman) og 12 fjölskyldumeðlimir þannig að 21 í allt, og allt frá 10 ára og uppí 75 ára!!!
mjög gaman en ég held að allir hafi verið frekar þreyttir eftir þetta, gangan tók um 5 klst en þegar við sáum að við yrðum væntanlega alltof snemma á ferðinni tókum við 40 mínútna hvíld, sólbað og legging!!!
mjög ljúft, mamma og pabbi fóru með og aron orri litli frændi, 10 ára kom líka og stóð sig eins og hetja og var alveg tilbúin í aðra ferð strax á sunnudaginn!!!
svo á sunnudag skellti ég mér á hvanneyri og setti saman dagskrá fyrir ferðafélagið tæfurnar fyrir sumarið, hver helgi nánast plönuð núna í góðar gönguferðir!!!
skelltum okkur svo í fyrstu gönguna á varmalækjarmúla til að setja félagið!!!
svo er síðasta prófið í skólanum í kvöld, tókst að falla í veðurfræði og verð því að fara í endurtektarpróf!! síðan er fundur í kvöld um 5 daga ferðina sem við erum að fara í á miðvikudaginn og það verður gaman að sjá hversu vel mun ganga að plana það.
svo kayak æfingin í lauginni og eins gott að ég nái veltunni núna!!
jæja meira síðar... set inn myndir fljótlega af leggjabrjót!
elsa

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey flott mynd af þér, hver var á myndavélinni?!?! :o)
Leggjabrjótarinn var frábær, virkilega vel heppnuð jómfrúarferð!!
Sigrún