4.5.06


Hjólað í vinnuna
jæja þá er maður farin að hjóla í vinnuna, tókst að hjóla alla leið þangað í gær og fara í sund í árbæjarlaugina áður en ég fór í vinnuna, hjólaði svo í skólann í rigningu sem var ekki gaman og kom grútskítug í skólann þar sem það er ekkert bretti á hjólinu(helga mín þú þarft að athuga það!!).
svo hjólaði ég aftur í morgun og aftur í sund og hitti þar tvær úr vinnunni, hugrúnu og eyrúnu, en þá voru þær búnar að hjóla úr vesturbænum!!!
maður finnur nú aðeins til í lærunum núna en það er koma helgi og þá getur maður slakað aðeins á.
er svo að fara í próf í veðurfræði á eftir en það er næst síðasta prófið, síðasta prófið er í næstu viku í skyndihjálp!!!:)
um helgina er svo stefnan sett á sumarbústað í húsafelli en það á víst að vera alveg bongó blíða um helgina!!!
og hún mamma mín átti afmæli í gær, innilega til hamingju með það besta mamma í heimi!!!
meira seinna....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ sæta min!
Gaman ad sja ad tu ert farin ad blogga aftur!:)
Vildi ad eg gæti verid med i ollum tessum gongum... hef samt a tilfinningunni ad tad se ekkert langt tangad til eg geri tad:):)
Eg var lika ad hjola og er alltaf ad tvi.. hjolaskornir alveg ad virka!
24 ad byrja svo eg verd ad drifa mig ad poppa!!
Love you
XXX