5.7.06


Jæja þá er maður búin að fara á hornstrandir.
Við keyrðum vestur/norður (;)) á miðvikudagskvöld og svo sigldu Guðbjartur og Sigurbjörn með okkur frá Bolungarvík í Veiðileysufjörð strax um kvöldið og vorum við komin á áfangastað um kl. 1.00. Þar tjölduðum við í smá úða og þoku og vöknuðum svo á fimmtudagsmorgun um kl. 10 í rigningu. Þá var borðaður morgunmatur og byrjað að taka dótið saman og svo lögðum við af stað upp Veiðileysufjörðinni og þegar við vorum rétt lögð af stað í regngallanum og ullarfötum stytti upp og sólin byrjaði að skína þannig að þá þurfti að fara að fækka fötum og enduðum við á stuttbuxum og bol eða sumir berir að ofan og aðrir í topp. Alveg geggjað veður þarna á fimmtudeginum, sól og blankalogn, frábært útsýni yfir Veiðileysufjörð og svo yfir Hornvík og Hornbjarg. Við komum svo á tjaldsvæðið okkar við Kýrfoss um kl. 18 og þurfti þar að fara yfir vaðið á ósnum en sumir af okkur hafa ekki vaðið oft og voru ekki sáttir með þetta þar sem þetta var frekar kalt og langt eða um 100 metrar en samt ekki djúpt, aðeins upp að hnjám.
Svo var tjaldað og borðað dýrindis þurrmat, kjöt og grænmeti og kartöflumús!! Fórum svo að sofa í svaka blíðu og flottu útsýni og ákváðum að labba ekki meira þann daginn þar sem spáin var mjög góð fyrir föstudaginn.
Vöknuðum á föstudagsmorgni í þoku, um 100 metra skyggni eða svo. Lögðum þá af stað með bara dagpoka og löbbuðum yfir Kýrskarð og að Hornbjargsvita sem stendur við Látravík.


Þar var vinnuflokkur á ferð sem var að klára við að standsetja vitann fyrir sumarið en þar er boðið uppá svefnpokagistingu. Þar sáum við líka tvo litla refi sem voru að næla sér í bita.



Það létti aðeins á þokunni þarna og vorum við mjög glöð því við héldum að hún væri að fara en nei því miður ekki alveg. Fengum okkur hádegismat við vitann og héldum svo áfram í átt að Hornbjargi yfir Almenningaskarð.
Þarna er mjög auðvelt að rata þó það sé þoku því yfirleitt eru stikurnar þéttar og stígurinn greinilegur en þetta á þó ekki við alltaf. Okkur gekk allavega vel en þegar við vorum komin að Horni, bæ einum í Hornvík og ætluðum að labba að bjarginu eftir 7 klst á göngu ákváðum við að halda í tjaldbúðir og vonast til að létti til á laugardag þar sem það var eiginlega tilgangslaust að fara þarna og sjá ekki neitt. Snérum því við og héldum í tjöldin. Á þessari leið sáum við meðal annars Ritu, Langvíu og Straumönd, já og refi að sjálfsögðu og svo einn þjóðverja sem var já einn á ferð og talaði enga ensku!!!
Í kvöldmat á föstudagskvöld var svo chile con carne og kjúklingur með hrísgrjónum, ananas og möndlum!! og svo búðingurinn í eftirmat!!! nammi namm!!:)
Vöknuðum á laugardagsmorgun aftur í þoku og þá voru góð ráð dýr því við ætluðum að láta sækja okkur í Hornvík seinni part laugardags á flugvél en auðvitað fljúga litlar vélar ekki í þoku þannig að Binni hringdi í flugmanninn og hann sagðist ekki komast þá var ekki annað í stöðunni en að labba aftur í Veiðileysufjörð og fá Guðbjart til að sækja okkur þangað aftur. Það var gekk og gengum við yfir í þéttri þoku og hefðu sjálfsagt ekki ratað til baka ef við hefðum ekki farið þarna á fimmtudeginum því við náðum að fylgja förunum okkar þar sem var snjór og vorum búin að taka punkta sem við gátum elt.
Guðbjartur, Flosi eldri og Flosi yngri komu svo og sóttu okkur og silgdu með okkur til baka til Bolungarvíkur og allir mjög sáttir með þessa ferð!!!:)

Svo er það Galtalækur næstu helgi, kayakferð, byrjendaferð með klúbbnum. Líf og fjör!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohh frábær ferð og allur veðraskalinn greinlega, stuttbuxur, regngallinn og snjór ;)
Já ég er farin að huga að Laugarveginum þarnæstu helgi... sjáumst þá :D

Nafnlaus sagði...

takk fyrir ferðina skvísa mín sæta!!!

Nafnlaus sagði...

Vá - þetta hefur aldeilis verið skemmtileg ferð :) - það er yndislegt þarna á Hornströndum ;)

bestu kveðjur - Kitta :)