6.6.06



tveir póstar á dag kemur skapinu í lag!!!:)
langaði nú bara að láta ykkur vita að þann 3 júní 2006, laugardag, náðum við helga og binni toppnum á íslandi, þ.e. hvannadalshnúk sem erí 2110 metra hæð yfir sjávarmáli kl. 1300. þetta tókst okkur ásamt 250 örðum íslendingum sem gengu á hnúkinn þennan dag (reyndar voru þarna einhverjir útlendingar lika)
gangan gekk í alla staði alveg rosalega vel, yfir fararstjóri var haraldur örn pólfari og held ég að sumir séu hreinlega orðnir ástfangnir af honum eftir þessa ferð svo aðdáunarverður er hann. hann gekk mjög hægt en örugglega alla leiðina upp með þessa 132 sem voru í hópnum okkar og höldum við að þetta hefði ekki tekist án hans, takk fyrir haraldur. svo náttlega átti veðrið alveg stóran þátt í þessu öllu saman en það hefði hreinlega bara ekki getað verið betra, sól og logn nánast alla leiðina nema smá gola á toppnum og svo smá ský inná milli sem ekki var hægt að kvarta yfir.



ferðin tók hjá okkur nákvæmlega 12 klst og 40 mín en þeir síðustu í hópnum voru um 15 klst að þessu, helga brenndi um 4500 kalóríum og binni um 9000!!!
ég var ekki með mæli þannig að ég veit ekki hversu mikið fór
við vorum öll bara frekar hress daginn eftir, engir verkir eða strengir að ráði en maður var auðvitað svoldið þreyttur eftir svona langa göngu og lítinn svefn nóttina á áður en við keyrðum að svínafelli á föstudagskvöld, vorum komin þangað um 10, farin að sofa um 11 og vöknuð aftur kl. 3!!
en ætla ekki að skrifa meira í bili, setti inn myndir á myndasíðuna og svo minni ég á fimmvörðuháls næsta laugardag, allir velkomnir með bara hafa samband!!
ELSA

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æðislegar myndir frá The Hnúk - til hamingju með að hafa komist á toppinn!!
Sigrún M.