Helgin búin.
fórum norður á föstudagskvöld, alla leið að finnastöðum í eyjafirði, fengum þar gistingu á túninu hjá svönu og fjölskyldu en svana er með höllu í skóla á hvanneyri.
gengum á kerlingu á laugardag, 9 manns saman plús tveir hundar, týra og monsi, og gekk vel en hægt komumst ekki allaleið á toppinn sökum lélegs undirbúnings!:S
tökum þetta bara næst;)
vorum 9 tíma á ferðinni í glampandi sól og blíði og fengum heldur betur að kenna á því, flestir sem voru á stuttbuxum brunnu á kálfum og aftan á lærum aðrir brunnu á höndum og í andliti en bara gaman að því, það fylgir svona ferðum.
ætluðum svo að skella okkur í sund á akureyri eftir gönguna en nei nei engin sundlaug opin á akureyri né í nágreninu, allt lokað kl. 18 á laugardögum á sumrin takk fyrir, munið það!!!
komumst samt í sturtu á tjaldstæðinu hamri og það var gott/vont sökum bruna!
grilluðum kjöt og hamborgara og fórum að sofa um kl 1, allir mjög þreyttir en sáttir, höfðum ekki einu sinni list á eftirrétt!!
vöknuðum og lögðum af stað á mývatn um 10, ætluðum að vera snemma á ferðinni því ásgeir þurfti að vera mættur í matarboð í bæinn kl. 6 en keyrslan að hellinum tók aðeins lengri tíma en áætlað var og vorum við komin í hellinn um 13.30, til að komast inní hann, lofthelli, þurfti að skríða í gegnum frekar þröngt gat og því miður komust ekki allir þar í gegn. þeir sem komust fengu að sjá mjög flottan hellir, stór og mikill með ísmyndunum. komum uppúr honum um 3 og þá vorum við orðin svoldið á eftir áætlun þannig að það var ákveðið að gefa skít í hana og kíkja á grjótagjá en á leiðinni þangað tókst höllu að aka á járnbút sem var falin út í kanti og gera stórt gat á dekkið!!:(
frekar leiðinlegt en á meðan þau skiptu um dekk og kíktu svo á gjánna fórum við sara og heilsuðum uppá sveinborgu sem var í reykjahlíð með hóp af ferðamönnum á leiðinni í kringum landið!!
en á mývatni voru fullt af flugum eins og nafnið ber til kynna, ógisslegt!!
héldum svo loksins af stað heim á leið frá mývatn um kl.18 og lentum í rkv um kl. 2 eftir mjög góða ferð á norðurlandið en þá átti halla með útlendingana eftir að keyra í tvo tíma, vonandi gekk það vel hjá henni, geri ekki ráð fyrir öðru!!
annar er næsta helgi nú þegar plönuð, ætla að skella mér á hornstrandir með helgu og binna á miðvikudagsköldið og ganga þar um fram á sunnudag, ekki alveg ákveðið hvert við göngum nákvæmlega en það kemur fljótlega í ljós.
meira seinna... :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Djöfuls svakalegur dugnaður er í þér stelpa. Ánægð með þig Elsa gönguhrólfur!
í hvað þetta hljómar vel!
Hlakka til að koma heim!
Góða ferð á hornstrandir!
XXX
Skemmtileg ferðasaga frá Norðurlandinu! Ég mun bíða spennt eftir fréttum frá Hornstrandar ferðinni, hvaða ævintýrum Elsa flakkari mun lenda í þar ;o)
4. hæðin (þar sem góða kaffið er)
Skrifa ummæli