29.9.04

update héðan að neðan.....
erum búin að vera á ferðalagi núna í tæpar tvær vikur og búið að ganga alveg rosalega vel, mjög heppin með veður og eiginlega bara allt gengið mjög vel, nema bílinn þurfti að fara í smá viðgerð, ekkert alvarlegt samt og kostaði ekkert mikið þannig að það var í góðu lagi, annars erum við búin að hugsa alltaf mikið hvað alltaf allt kostar, og erum búin að komast að því að við erum ekkert góð í því að spara, sérstaklega ekki þegar kemur að mat.... en hvað um það!!!
við erum núna komin aftur til wanaka, búin að fara til stewart island sem er syðsti hluti nz og höldum við að það sé bara ekki hægt að komast lengra frá íslandi heldur en þangað. stewart island er frekar lítil eyja fyrir sunnan nz (eins og fram hefur komið eiginlega) og þar búa um 500 manns eða svo, allavega sáum við skillt fyrir utan kaupfélagið þar sem á stóð: "til hamingju með afmælið steve, eigðu góðan dag!!!" dáltið fyndið....
já og svo á þessari eyju búa líka nokkrir kiwi fuglar og var það önnur stór ástæða fyrir því að við vildum fara þangað, til að sjá alvöru kiwi, ekki hægt að búa í nz í heilt ár án þess að sjá kiwi!!!
við sem sagt lögðum að stewart island (fórum með báti) á þriðjudagsmorgni, fórum í göngutúr um nánast alla eyjuna á 4 klukkutímum, og svo um kvöldið fórum við í kiwi spotting tour með 12 örðum túristum og vorum við ekkert rosalega vongóð um að sjá neitt áður en við lögðum af stað. það var búið að vara okkur við og segja að við þyrftum að vera í frekar góðu formi til að fara í þessa ferð og við búin að hvíla okkur voða vel og þvílíkt tilbúin í púl og svita, ónei ekki alveg, við fórum svo hægt yfir, til að hræða ekki fuglana, að kom bara ekki einn svitadropi og svo var guidinn í gúmmístígvélum og gallabuxum og flest hitt fólkið líka þannig að ekki trúa öll sem ykkur er sagt....
en við sáum tvo kiwi fulga, guidinn var ekki voða vongóður í byrjun því það var fullt tungl og svo bjart úti en því dimmara sem er því betra, við sáum tvo fugla, einn kvenkyns og svo einn karlkyns unga. þessir fuglar eru alltaf bara einn og einn og veiða sér þannig til matar þannig að við vorum frekar heppin!!!
allavega þá kíktum við svo í snow park á leiðinni til baka hingað, rosaflottur og eiginlega of stór fyrir okkur eiginlega, þ.e. pallarnir og railin og allt eiginlega of stórt, við þorðum allavega ekki að prófa, bara næsta vetur, þá tökum við þetta!!! tókum myndir fyrir þá sem vilja sjá!!!

afmæliskveðjur, íris vinkona úr hr átti afmæli 26 sept og (ólétta) Hugrún vinkona líka úr hr átti afmæli degi seinna, eða 27 sept, innilega til hamingju stelpur mínar!!!

ekki meira í bili, er á fullu að sækja um vinnu!!!
chao... Elsa

Engin ummæli: