14.10.04

Er ekki kominn tími til að blogga smá, ég held það nú bara. Allavega þá er ég byrjuð að rafta núna, komin á aðra viku í því. Var ennþá í fríi þegar ég bloggaði seinast. Raftið hjá mér núna byggist á því að taka kúnna niður ánna og sjá um þá, skemmta þeim og veita þeim öryggi. Við erum 7 í þessum kúrsi, ég og 6 aðrir kiwi strákar plús tveir kennarar. Við förum yfirleitt niður á 3 bátum, tveim með kúnnum og tvö af okkur guida og svo kennari og í þriðja bátnum ersvo restin af okkur. Þetta er mjög gaman, og sé ég að reynsla mín frá bátafólkinu kemur sér vel hérna, sérstaklega þegar á að fara yfir öryggisatriðin. Ég var ekkert sérstaklega vel undirbúin í fyrra raft námskeiðinu því þar var svo mikið um alls kyns kúnstir á ánni, setja upp allskonar björgunar kerfi og synda í gegnum flúðir og fleira í þeim dúr sem maður gerði nú lítið af í hvítánni, en þetta núna er allt öðruvísi. Áin sem við erum á núna heitir Buller river og er ein sú lengsta og vatnsmesta hérna í NZ. Hlutinn sem við förum er um gráðu 3 til 3+ fer eftir vatnsmagni. Í fyrstu vikunni okkar rigndi mikið þannig að það var frekar mikið vatn í ánni og hún frekar hröð, og var það nokkuð krefjandi að ráðast á það, smá stress en sem betur fer kom ekkert alvarlegt fyrir, reyndar henti ég þrem kúnnum útí þegar ég klessti á stein í fyrstu ferðinni minni en það var ekkert alvarlegt, bara gaman fyrir þau!!!
Á meðan ég er í raftinu er Maggi á flock hill, þar sem við vorum meðan á snjóbrettunum stóð, og er að reyna að vinna eitthvað þar, mála og þrífa og elda og fleira í þeim dúr, ég fór náttlega og heimsótti hann um helgina, en við fáum alltaf þriggja daga helgi sem er mjög fínt ef mann langar að gera eitthvað.
Í fjórðu vikunni okkar í raftinu förum við öll saman sem erum á öðru árin í 4 daga raft ferð niður clerance ánna sem byrjar rétt hjá Hamner spring (þar sem er bláa lón nz, frekar lélegt samt) og endar rétt hjá Kaikora (selirnir, mamma, pabbi, svo þið getið áttað ykkur á hvar þetta er), áin er reyndar bara 2 alla leið þannig að þetta verða bara róleg heit, aðallega bara til að hafa gaman öll saman svona undir lokin. Við í raftinu núna þurfum að skipuleggja allt saman, búnað, akstur, mat og allt sem þessu tengist og verður það bara gaman, fórum í 2 daga ferð í raft 2 þannig að það var smá æfing.
Og bara þannig að þið fáið að vita aðeins hvað er að gerast hjá mér/okkur í framhaldinu þá fer ég í 18 daga rútuferð með fyrirtæki sem heiti flying kiwi(www.flyingkiwi.com, ef einhverjum langar ad koma med) 2 nóvember og er það hluti af náminu mínu, vinnupraktíkin mín; þarf að skila af mér 100 klst hjá þeim. Þessi rútuferð byggist upp á hjólaferðum, gönguferðum og sofa í tjöldum alla leiðina, vonandi verður nú almennilegt veður þannig maður geti hjólað sem mest, en það er algjört val. Bílstjórinn er líka fararstjórinn en þannig eru flestar ferðir hérna í nz, driverguidar út um allt. Já og ferðin fer sem sagt niður austurströnd suðureyju og niður til queenstown og svo upp vesturströndina. Á meðan ég verð í þessu verður maggi væntanlega á flock hill eða á ferðalagi með rebekku og silviju (mágkonu rebekku) sem eru að koma í heimsókn til okkar í kringum 10 nóv og fara aftur í kringum 25 nóv þannig að ég næ alveg að vera með þeim í viku.
Eftir þetta er allt frekar óljóst hjá okkur, plönum að fara til ástralíu í viku einhvern tíman fljótlega eftir þetta, svo er útskrift úr skólanum mínum 10 des, reyndar ekki alveg viss hvort ég verð viðstödd já og annað er sem sagt óráðið.
Þeir sem eru að velta fyrir sér hvar við erum að sækja um vinnu verða bara að bíða aðeins lengur því við viljum eiginlega ekki segja neitt fyrr en eitthvað er ákveðið.
Jæja, læt þetta duga í bili. Hlakka til að heyra eitthvað skemmtilegt frá ykkur líka.
Biðjum að heilsa í bili.... Elsa og Maggi

Engin ummæli: