21.9.04

guten tagen alle sammen....
við maggi erum stödd í wanaka núna, rétt hjá queenstown sem er einn mesti túristastaðurinn hérna í nz!!!
ég er búin með snjóbrettakúrsana mína, búin að vera þar í tvo og hálfan mánuð og núna er ég komin í 2 vikna frí, alltaf í fríi hérna, áður en raftingið byrjar aftur 4 október!!!
snjóbrettakúrsarnir gengu mjög vel og fékk ég b fyrir þann fyrri og a fyrir þann seinni, ótrúlega stolt af mér!!! farin að stökkva rosa hátt og gera alls konar kúnstir !!! allavega nóg um það...
við skötuhjúin ákváðum því að fara í 2 vikna roadtrip hérna um suðurhluta suðureyjunnar í staðinn fyrir að vera á flock hill í sveitinni og gera ekki neitt og láta okkur leiðast!!!
ferðin hófst á föstudaginn síðasta og héldum við beinustu leið til lake tekapo og vorum þar í tvær nætur og förum í gönguferð og rosagaman, meiriháttar veður dáltið hvasst en maður er nú vanur því!!!
síðan héldum við til mt ohau sem er voða falleg svæði rétt hjá mt cook sem er stærsta fjall nz og sáum við það alveg með berum augum, dáltið hátt og bratt og víst mjög erfitt að ganga á það, allavega ætla ég ekki að reyna það, ekki á þessu ári allavega!!!
á mt ohau er skíðasvæði og fórum við nottlega og létum reyna á það, renndum okkur alveg allan daginn nema hvað að stóla lyftan, eina lyftan eiginlega, tók alveg 10 mín þannig að mestur tíminn af deginum fór i hana...
en veðrið var gott og við voða sátt!!
núna erum við sem sagt í wanaka og ætlum að vera hérna allavega fram á föstudag og athuga einhver skíðasvæði í nágrenni en þau eru víst þau bestu í nz hérna, nema hvað að veðurspáin er víst ekkert svo góð en þá finnum við okkur bara eitthvað annað að gera!!!
núna er allavega sól og blíða úti og um 15 stiga hiti og við sitjum bara inni í tölvum þannig að maður verður að fara að drífa sig út og njóta veðurblíðurnnar!!!
ef einhver er að hugsa hvað við ætlum að gera þegar þetta er búið þá er það ennþá óljóst, allir möguleikar opnir og eru þeir í skoðun!!!
bið að heilsa í bili elskurnar mínar!!
Elsa

Engin ummæli: