halló halló allir saman...
bara að láta vita að ég er á lífi ennþá og þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar sem ég fékk!!!
og ég fékk alveg æðislega afmælisdag, maggi eyddi öllum deginum í christchurch við að versla hitt og þetta í matinn sem hann eldaði svo handa mér sem var alveg meiriháttar góður á meðan renndi ég mér. svo fékk ég líka hettupeysu húfu tvö ný dekk á bílinn og blöðru í afmælisgjöf og svo pakka frá íslandi þar sem var bolur og nammi og hálsmen, takk fyrir æðislega!!!
við erum núna stödd í dunedin þar sem einn vinur minn á heima og erum við í heimsókn hjá honum. ég var búin að skrifa smá pistil um daginn og setja á diskling en gleymdi honum náttlega en það kemur einhvern tímann.
allt gott hjá okkur, við fórum í gær á rugby leik, þann fyrsta og örugglega síðasta í bili, hann var nú ekkert rosalega spennandi en gaman. svo var farið á smá djamm í framhaldinum af honum, mjög gaman!!
við erum bara að renna okkur (eða ég allavega, maggi að vinna) á hverjum degi nánast og það er alveg meira en nóg af snjó hjá okkur. framfarirnar á fullu hjá mér.
það eru tvær vikur eftir af þessum námskeiðið og þá er tveggja vikna frí og er stefnan sett á queenstown þá og jafnvel stewart island en það er víst ekki hægt að komast lengra frá íslandi en þangað og svo er víst mikið af viltu dýralífi þar og hægt að sjá kiwi fugla og svona.
já og hann vignir frændi minn eignaðist víst stelpu þann 30 ágúst, til hamingju með það öll saman!!!
ekki meira í bili....
hilsen, Elsa
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli