8.8.07

Jæja, er þá ekki komin tími á smá texta hérna first það voru að koma inn ný comment ;)
Langt liðið á sumarið en það er nú ekki búið enn þar sem ég er ekki búin að eiga afmæli! Ýmislegt búið að gerast síðan síðast, nokkrar gönguferðir, veiðiferðir og bílferðir. Fór laugaveginn með góðum vinum og félögum og mömmu líka, fór svo líka Hornstrandir með Hallberu, Hrefnu og mömmu. Hekla var einnig klifin á Jónsmessu og var ég toppnum í skítakulda en björtu kl. 1 eftir miðnætti. Skellti mér í veiðiferð með vinnunni í Langá á Mýrum og veiddi maríulaxinn minn, borðaði uggann og fékk mér jagermeistar með!
Fór í afmæli til Höllu minnar í Landmannalaugar og skellti mér í laugina um miðja nótt, fór í framhaldinu með Sirrý minni á rúnt um Snæfellsnesið, komum við á Grundarfjarðardögum og héldum norður á bóginn og svo Kjöl til baka. Beint þaðan í bílferð með Sveinborgu og Söru þar sem við gistum á Höfn, Borgarfirði Eystri, Neskaupsstað og Mývatni, fengum okkur bjór á öllum þessum stöðum og forum á ball líka!!! Líf og fjör, gengum þó smá líka, í Stórurð á Borgarfirði Eystri og á Hverfjall á Mývatni. Þá er ég komin að nú og nú er það framhaldið, ekkert planað um helgina nema rólegheit, fer svo í vinnuferð til NY á mánudag og heim aftur á miðvikudag, þá er það menningarnætur helgin, maraþon, ættarmót og kveðju party hjá Gunnhildi.
Nóg að gerast, annars allir við hesta heilsu og sætasti prinsinn hann Gunnar Valur dafnar rosalega vel.
Og svo var ég náttlega líka að setja inn nýjar myndir, www.elsagunn.shutterfly.com
Líf og fjör, meira síðar ;)

4 ummæli:

Ingigerður sagði...

Kvitt, kvitt! :)
Greinilega búið að vera frábært sumar hjá þér, nóg að gera! :) Hjá mér er sumarið búið að snúast soldið um þessa flutninga, en ég stefni þó á því að hlaupa í maraþoninu! ;)

Nafnlaus sagði...

Jó jó!!
Bara færsla hjá ungfrú get ekki verið kurr :o)
Vonandi gengur ferðin til THE big apple vel, hlakka til að heyra ferðasöguna...

Yfir og út.
Sigrún

Nafnlaus sagði...

Helló helló,
Jahá aldeilis ofvirknin hér á bæ :)
Ekkert smá mikið rassgat hann Gunnar Valur.
Kveðja, Jane

Nafnlaus sagði...

það er ekkert annað!!
líf og fjör!!