Jæja, fyrst að einhverjir kíkja enn þá held ég áfram.
Skellti mér í Skaftafell sl. fimmtudag og var þar yfir helgina á Öryggisnámskeið ísl fjallaleiðsögumanna. sprungubjörgun, ganga, sviti og meiri sviti.. fengum geggjað veður í göngu á hnúkinn á laugardaginn og fórum reyndar á dyrhamar líka, 15 tíma ferð, mjög skemmtilegt!:)
nóg að gera í vinnunni þessa dagana, segi ekki meira um það...
fór út að hlaupa með hlaupahóp glitnis áðan í fyrsta skiptið, mjög skemmtilegt og hressandi enda veðrið alveg með eindæmum!:)
fleiri myndir frá helginni komnar á myndasíðuna.
meira síðar :)
Elsa
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Er stefnan tekin á maraþon Glitnis í ágúst? eða amk. taka þátt þó svo þú takir ekki heilt maraþon...?? ég er jafnvel að spá í að taka þátt en ætla nú alveg að gefa mér góðan tíma í að spá í því áður en ég ákveð mig og þyrfti þá mögulega að koma mér í form...hehe kv. ásdís
Takk fyrir vel steikta helgi!!
Ég er endilega til í meira labberí!!
kv Heiða
Bara ad lata vita ad eg dett hingad inn reglulega thott eg kvitti sjaldan....
Rebekka
Blessuð og sæl Elsa Hallberusystir ;) og já takk fyrir síðast :) gaman að þú skyldir hafa litið inn á mitt blogg,,, þó ég hafi nú ekki verið duglegur að skrifa undanfarið. Sé þó að ég er allavega pinku duglegri en þú hehe hafðu það gott og heyrumst síðar :)
haha djö.. gleymdi að kvitta undir en jám kveðja Darri
Skrifa ummæli