6.6.07

jæja, ýmislegt búið að gerast síðan síðast en sjálfsagt allir hættir að lesa þetta þannig að ég ætti kannski bara að hætta að skrifa hérna og fá mér myspace eins og allir hinir..
en hvað um það, sit bara ein heima og er að horfa á fótboltaleik, ísland - svíþjóð og það lítur út fyrir að ísland eigi eftir að skíttapa þessu og er mér núu eiginlega bara alveg sama um það!
það helst að frétta er þrennt:
ég er flutt til mömmu og pabba, búin að segja skilið við magga en við skildum í miklum vinskap og erum í góðu sambandi. ég sem sagt bý þá bara hjá m&p núna milli þess sem ég er í ferðalögum en planið er að fara eitthvað hverja helgi í sumar.
af ferðum sem planaðar hafa verið er ég nú þegar búin að fara á hvannadalshnúk einu sinni með ferðafélaginu um hvítasunnuna og gekk það súper vel, var fararstjóri í þeirri ferð. svo fór ég líka á heklu á kosninga- eurovision daginn og gekk það rosa vel líka og renndi ég mér þar niður á snjóbretti. á morgun er ég svo að fara í skaftafell á jökla- og sprungunámskeið fyrir verðandi fararstjóra hjá ísl. fjallaleiðsögumönnum og skilst mér að þá verði farið á hnúkinn föstudag, laugardag og sunnudag :)

annað sem er búið að gerast er að hallbera systir mín giftist honum smára sínum síðastliðinn laugardag og gekk það alveg frábærlega vel, þau giftu sig á laugarvatni og buðu rumlega 100 manns til veislu þar, giftu sig í skálholtskirkju og veislan á laugarvatni, fólki stóð til boða einnig að gista á heimavist íkí og nýttu sér það fjölmargir. og annað merkilegt sem gerðist þennan dag var að hún helga litla systir sem er/var ólétt og ekki sett fyrr en 16 júní byrjaði að fá verki á laugardagsmorgun, brúðkaupsdagsmorguninn, hún náði þó að mæta í kirkjuna en eftir það versnuðu verkirnir hjá henni til muna og brunað binni kærastinn með hana í bæinn eftir kirkjuna. hún fæddi síðan lítinn prins rétt eftir miðnætti, á sjómannadaginn en hann binni er af mikilli sjomannaætt og voru einmitt foreldrar hans á sjómannadagsballi í bolungarvík og við í brúðkaupsveislu og allir þvílíkt spenntir að fá fréttir af fæðingunni þannig að þessi dagur rennur okkur væntanlega seint úr minni.
en prinsinn er rétt tæplega 12 merkur og 48 cm stór og barasta við hestaheilsu ekki hægt að segja annað, er reyndar með smá gat uppí gómnum en það er allt í lagi, maður lærir bara að lifa með því þangað til það verður lagað þegar hann verður nokkurra mánaða gamall!!

það má sjá myndir af honum á myndasíðunni minni, www.elsagunn.shutterfly.com

jæja, þetta er komið gott í bili
Hasta Luego
Elsa

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég kíki sko alltaf hingað inn. og finnst það alltaf jafn gaman:) endilega vertu dugleg að skrifa og góða skemmtun í öllum ferðunum í sumar. Verður líka að vera jafn dugleg að heimsækja okkur eins og að fara í ferðalög;)

Nafnlaus sagði...

hæ frænka, takk fyrir síðast rosa fjör í brúðkaupinu og innilega til hamingju með litla frænda, kíkti á myndirnar hjá þér alveg svakalega sætur strákur :-) bið að heilsa kv. Ásdís