11.4.07

Heil og sæl, engin komment við síðasta posti :(
fannst ykkkur ekkert spennandi það sem ég var að gera í frakklandi???

Jæja hvað um það, páskarnir búnir og liðu þeir auðvitað frekar hratt.
Gerði nú ekki margt, skutlaðist á esjuna með honum Magga og komst hann alla leið upp að steini og bara nokkuð sprækur á eftir, fyrsta skiptið hans á Esjuna.
Fór norður og kíkti á vaxtaræktar keppnina og fitness keppnina. Fínt að horfa á þetta lið úr fjarska en í nærmynd, tja nei takk, ekki fyrir mig!
Matur á Skaganum og þaðan í bústaðinn í eftirrétt.
Ætlaði svo á Eiríksjökul á mánudag en því miður var spáin ekki mjög góð þannig að við hættum við. Fór í staðin í sveitina til Höllu og var að hjálpa henni aðeins í húsinu hennar, en hún er að gera upp gamalt hús sem amma hennar og afi bjuggu í og er það í Ölvisholti, rétt fyrir utan Selfoss. Það var mjög skemmtilegt að fara þangað og kíkja á herlegheitin.
Planið framundan er að vera duglegur að æfa fyrir þrekmeistarann sem verður 5 maí en við verðum með lið þar, ekki alveg það sama og síðast, tvær dottnar út og tvær nýjar komnar inn.
Annars er maður nú farin að hugsa ansi mikið um sumarið og eru eftirfarandi ferðir komnir á dagskránna og hinar ódagsettar ennþá:

14 apríl - Ferð með Ísalp á Skessuhorn???

xx maí - Hvannadalshnúkur

28 júní til 1 júlí - Laugavegurinn

18-21 júlí - Hornstrandir, Reykjafjörður í Látrabjarg

xx - tveggja nátta ferð i kringum Langasjá

xx - tveggja nátta ferð umhverfis Svartahnúksfjöll (Ófærudalur, Strútslaug, Tungufljótsbotnar)

xx - dagsferð á Eiríksjökul (þar sem við förum ekki 9 apríl sökum veðurs)

xx - dagsferð á Baulu


meira síðar og vonandi fleiri komment :)
kv Elsa

6 ummæli:

Sveinborg sagði...

að ógleymdum vikulegum kveldgöngum okkar.
held ég sé búin að ná öllu sundvatninu úr lungunum þannig ég er geim þegar þú ert...

Nafnlaus sagði...

frábært plan!!

sArs sagði...

Nú þarf ég að fara að plögga mig inní þessar ferðir þínar Elsa mín.

Ég býst við að bjóða sjálfri mér með í eitthvað af þessu - bara svo þú vitir það!

Nafnlaus sagði...

Hvenaer er svo ferdin til Hong Kong akvedin? Eg skal sko fara med thig a fjoll her....!

Bekka

Nafnlaus sagði...

já hong kong og vietnam er alveg á dagskránni, veit samt ekki alveg hvenær :S
Elsa

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir ahugaverd blog