4.4.07

Jæja, þá er maður komin heim frá GEÐVEIKRI FERÐ TIL FRAKKLANDS!!!
Þetta var mjög góð ferð í alla staði, geggjað veður nánast allan tímann, smá snjókoma inná milli en annars frábært, alveg nóg af snjó þannig að þær áhyggjur voru óþarfar. Risa stórt og geggjað flott skiðasvæði í Frakklandi og Sviss, allt tengt saman. Frábært 20 manna stelpna hópur sem allar náðu vel saman, á aldrinum 16 til 57 ára!! Misgóðar og mislélegar, skipt upp í fjóra fimm manna hópa með einn og sama kennarann allan tímann!!


Hópurinn minn, 5 stelpur, sú elsta 57 ára!!! og kennarinn hann Floh!:)


Og svona leit maður út síðasta kvöldið, falleg brúnkan!;)

Fleiri myndir úr ferðinni á myndasíðunni minni: www.elsagunn.shutterfly.com

Það næsta á dagsrkánni eru svo páskarnir og þá á að fara á Eiríksjökul á mánudaginn og þeir sem hafa áhuga á að koma með endilega hafið samband.

Upplýsingar um ferðina:
Ef frystir um helgina og snjóar ekki þá ætti að vera hægt að keyra (jeppast) inní Torfabæli en annars er leiðin nokkuð löng að jöklinum. Eftirfarandi upplýsingar um Eiríksjökul er að finna í bókinni Íslensk fjöll:
Hæð:1672
Göngubyrjun: Torfabæli (350m)
Gönguleið: Snörp ganga um allbrattar skriður, klappir og jökulurð en svo alllöng leið á hallalitlum og sléttum, sprungulausum jökli (frá jaðri á hákollinn)
Uppgöngutími: 4,5-6klst.
Gönguhækkun: 1320m
Göngulengd: 12
Leiðarmat: löng og fremur tilbreytingarlítil leið en býsna góð á eitt af hæstu fjöllum landsins. Mikið útsýni; en ekki ætti að leggja á jökulinn í tvísýnu veðri. Skíði eru til bóta að vorlagi en varla á sumrin; leið á jökli er of stutt.
Sem sagt spennandi fjall fyrir fólk í fínu formi og þá sem komast langt á þrjóskunni... Það yrði þá farið frá Kalmanstungu um nóttina til þess að nýta birtuna og lenda ekki í mikilli snjóbráð ef það verður sólskin. Þátttakendur í jökulförinni eiga kost á því að gista hjá þeim mikla öðlingi Óla í Kalmanstungu.

Plan B: Ef veður er okkur ekki í hag þá er líka komið plan B sem er á svipuðu svæði. Sá góði maður Björn Þorsteinsson er nefnilega til í að leiðsegja okkur á Tunguna sem er fallega birkiklædda ríólít fjallið fyrir ofan Húsafell og sýna okkur m.a.feikna skessukatla í gömlum árfarvegi. Það er auðveldari ganga og ættu krakkar og þeir sem eru í aðeins minna formi og minna þrjóskir að geta farið í þá ferð líka. Ef mikill áhugi er á báðum ferðum er aldrei að vita nema hægt væri að fá Björn til þess að ganga með hóp á Tunguna þó af yrði af Eiríksjökulsferðinni líka.

Annað plan um páskana er óvitað eins og er, afslöppun og fleiri gönguferðir hugsanlega!:)

líf og fjör

Gleðilega páska til ykkar allra!
Elsa

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

greinilega langt síðan ég kíkti hingað inn, var ekki búin að sjá þessa færslu fyrr en núna:S en greinilega mjög skemmtileg ferð hjá þér!! og örugglega orðin helmingi betir á brettið;)