29.8.07

Líf og fjör á Íslandinu góða.
Fyrsta sem mig langar að gera er að minna á nýliðakynningu Flugbjörgunarsveitarinnar sem fram fer mánudaginn 3 og þriðjudaginn 4 september í hús Flugbjörgunarsveitarinnar við Flugvallaveg (við hliðina á Hertz bílaleigu) kl. 20.00. Frekar upplýsingar á www.fbsr.is eða hafið bara samband við mig!!:)
Man ekki hvort ég var búin að segja ykkur að ég er orðin stjórnarmeðlimur þar, meðstjórnandi í 5 manna stjórn, þannig að ég á eftir að leggja leið mína "niðrí sveit" ansi oft í vetur og svo er náttlega stefnan að vera hrikalega duglegur að fara í vetrarferðir.
Ég er nú reyndar búin að plana næstu 4 helgar eða svo. Er að fara til NYC núna á sunnudaginn og verð þar í viku þannig að það eru næstu tvær helgar og svo var ég að ákveða með Höllu vinkonu vinkonu minni að fara í réttir á suður- og norðurlandi helgarna tvær þar á eftir og bíð ég sko spennt eftir því.
Annars er bara gaman að vera til þessa dagana, nóg að gera í vinnunni, er að leita mér að íbúð með öðru auganu, reyni að hitta vinina af og til og svo fjölskylduna náttlega líka pínu. Gunnar Valur eldsprækur strákurinn og Aron Orri ekki síðri. Var að byrja í 11 ára bekk (hvaða bekkur er það??)
Farin að sofa heyrumst síðar
Kiss og knús
Elsa

7 ummæli:

Rebekka sagði...

Reyndu nu ad skreppa austur til min eina helgina!!! Eg er buin ad bida i morg ar!! eg kom til thin til Nelson (Niiilson) eller hva?

Eda thu skellir ther til Boston fyrstu vikuna i oktober? Sei sei

Nafnlaus sagði...

alltaf brjálað að gera hjá þér:) sem er bara gaman. Njóttu lífsins og til hamingju með morgun daginn!!;)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið frænka :)

kv.Halla

Nafnlaus sagði...

Vildi bara henda a thig afmaeliskvedju. Leitt ad getad ekki verid i glensinu...

Hafdu hressan dag. sAra

Nafnlaus sagði...

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag hún á afmæli hún Elsa hún á afmæli í dag.......:)

afmæliskveðja

Elfa og Aron Orri :)

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ, innilega til hamingju með afmælið um daginn. Við verðum nú að hittast á kaffihúsi eða eitthvað við tækifæri.
Hvað var Gunnsan að fara að gera í Danmörku?

Kveðja
Jóna

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta

Gott að heyra að það er allt á rúllandi siglingu niðrí sveit!!

Hvernig fór svo fundurinn? Voru einhverjir bitastæðir molar þarna á nýliðafundinum ;)

kv úr norskaregninu