20.2.06

Helgin...
Þá er helgin búin, nóg að gera hjá öllum sýnist mér.
Föstudagskvöldið hjá mér var mjög rólegt, halla hvannó kom í mat og var voða hress að vanda. vaknaði svo um 6 á laugardagsmorgun, kláraði að pakka og svo uppí mk þar sem rútan beið.síðan var lagt af stað á þingvelli, komin þangað um 8.30 og þá hófst gangan, við förum 11 saman, 2 kennarar og 9 nemendur. veðrið var fínt til að byrja með smá rok en ekkert alvarlegt, héldum áfram uns við fundum ágætis snjóskafl þar sem hægt var að æfa ísaxarbremsu og var það gert með alls kyns töktum og gekk það allt saman bara nokkuð vel, síðan var haldið áfram og þá farið að hvessa aðeins, allir fóru í brodda þar sem það var slatti ísing og vorum við að ganga í hliðarhalla þannig að betra að hafa varan á og einnig voru flestir óvanir vetrarfjallamennsku. þetta var svoldið erfið ganga fyrir flesta, mikið uppá við og mikil ísing en allt hófst þetta þó. um 3 fundum við loksins smá skafl sem mögulega var hægt að gera snjóhús og hófumst við handa við að moka, þegar búið var að grafa hálfan meter eða svo var bara ís fyrir okkur en kennarinn vildi að við héldum áfram í smá stund en þegar hann sá að þetta var ekkert að ganga var ákveðið að við skyldum sofa í skálanum sem var þarna rétt hjá. þá fórum við bara í það að læra nokkrar tryggingar og svona og snjókast og meira gaman. við vorum komin í skálann um 5 sem var nú ekkert æðislegur en nothæfur fyrir því, komum okkur fyrir þar, fengum okkur að borða og voru flestir bara sofnaðir um 9 leytið meðan aðrir íslendingar fylgdust með eurovision!!!:S
vöknuðum um 8 morguninn eftir og þá var búin að vera skafrenningur um nóttina og var enn og slatti vindur. við pökkuðum saman og tilbúin af leggja af stað um 10.30. þá var farið í smá línu vinnu og við lærðum um að ganga í línu og hvernig er best að fara að því, síðan var tekið meira á ísaxarbremsunni og fleira í þeim dúr, en sökum roks var ákveðið að fara uppá botnsúlurnar (sem er frekar bratt) í staðinn fyrir að labba til baka meðfram hlíðinni!!!
það tók dágóðan tíma, vorum öll í línu, og á broddum og slatta miklum halla, fólk óvant svona löguðu og ekki í sérstöku formi neitt en þetta hófst allt saman, þrátt fyrir að margir héldu að þetta myndi alrei takast!!!!
upp komumst við og þar var gsm samband og komumst þá að því að silvía nótt hafði rústað eurovision í miklu roki og skafrenning. þá þýddi ekekrt annað en að halda niður á við og finna bestu leiðina því þarna er slatti af klettabeltum og ekki var skyggnið gott en við fundum leið og allir komust þeir aftur og engin þeirra dó, þó það hafi verið stundum frekar tvísýnt!!!
jæja, þá var bara spurning um að vera á undan rútunni!!
nei, það tókst ekki en það var allt í lagi, hún beið bara eftir okkur í rólegheitum.
ég hugsa að allir hafi verið mjög fegnir þegar þetta var loks búið en einnig mjög glaðir og ánægðir með mjög góða ferð!!!
komin heim um 6 fór í sturtu og gekk frá dótinu sem var flest rennblautt!!
hringdi í mömmu og bauð mér i mat til hennar!!:) þar sem maggi var að vinna. var svo komin aftur heim um 9 og fór fljótlega í rúmið eftir það enda líkaminn alveg búin á því!!!
maggi kom svo heim rétt fyrir miðnætti og færði mér súkkulaði bitakökur með rjóma og jarðberjum og blóm í tilefni dagsins!!!
þannig að í heildina var þetta hreinlega mjög góð helgi !!!:)
takk fyrir mig!!

Engin ummæli: