það er bara brjálað að gera hjá manni, sit hérna heima og er að bíða eftir að hún halla sem ég var að vinna með í sumar komi í heimsókn til mín en við ætlum að fá okkur eitthvað fallegt að borða saman.
svo er ég að fara í botnsúlur í vetrarfjallamennsku á morgun, spurning um hversu mikið vetrar þetta verður, fer allt eftir snjónum, en ég hugsa að það sé ekkert rosalega mikið af honum, en stefnan er að fara að æfa sig að labba á broddum og nota ísexi, ísaxarbremsa og ganga í línu, búa til tryggingar og annað slíkt, kannski einhver snjóflóðaæfing líka veit ekki alveg, en ég er sem sagt að fara með skólanum í þetta, ekki flubbunum, en það er árshátíð þar á laugardaginn og missi ég víst af henni!!:(
já við eigum líka að grafa snjóhús til að sofa í, spurning hvernig það fer en við vonum það besta, allavega er ágætis spáin fyrir helgina!!
maggi er að vinna alla helgina .þannig að hann mun ekki sakna mín mikils og ég mun missi af eurovision, fæ ekki að vita neitt bara fyrr en á sunnudag um hvernig það fer, og jú ég missi nú líka af idolin þó að ég fari ekki fyrr en á laugardagsmorgun en ég er ekkert með stöð 2 og er mér líka bara eiginlega alveg sama.
en ég segi bara áfram silvía nótt og til hamingju íslands, sjáumst á mánudag!!!
elsa
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli