1.11.04

Halló halló
Jú jú við erum alveg ennþá á lífið hérna megin og sko alveg nóg að gera hjá okkur.
Langaði til að færa ykkur öllum saman svona smá update!!
Bara byrja á að tilkynna að Helga sys átti afmæli 28 okt og varð 22 ára og Hallbera sys átti afmæli 31 okt og varð 25 ára, TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ STELPUR MÍNAR!!

Ég og Maggi erum í Nelson núna, bara rétt yfir helgina, ég kláraði raft kúrsinn minn síðasta föstudag eftir 4 daga raft ferð niður clarence ánna. við vorum alveg hrikalega heppin, búið að spá rigningu alla dagana en það byrjaði ekki að rigna fyrr en við settumst uppí rútuna á leiðinni heim, þannig að það var bara sól og blíða alla dagana og fékk nefið á mér aðeins að finna fyrir henni!! næstum flaknað niður að beini!!
þessi á er nú bara 2-3 gráða ekkert stórkostlega, eiginlega alltof róleg og síðasta daginn fékk ég að fara í kayak og fór í gegnum þvílíkar öldu keðjur, rosa gaman, ekki farið á kayak síðan í hvítá sumarið 2001 og ég bara velti ekkert og rosaduglega, eða það fannst mér allavega, og strákarnir biðu bara eftir að ég myndi velta en ekkert gerðist!!!:)
á morgun er ég svo að fara í industry practice þar sem ég fer í 18 daga rútuferð um suðureyjuna, gist í tjöldum alla leiðina og hjólað og labbað eins mikið og fólki langar til. ég blogga vonandi eitthvað úr þeirri ferð og læt ykkur vita hvernig gengur, þetta verður væntanlega mjög gaman!!!
jæja, maggi bíður og sólin líka þannig að ég segi bara bless í bili og hafið það sem allra best, kv elsa

Engin ummæli: