17.4.04

Góðan daginn
Ég er komin aftur til Nelson eftir alveg meiriháttar ferðalag til Ástralíu. Ég verð að segja að hápunktur þessar ferðar hafi verið Sydney, mér bara leið svo ótrúleg vel þar að það er bara mjög erfitt að lýsa því eitthvað nánar. Öll ferðin í heild sinni var náttlega alveg meiriháttar, ekki misskilja mig en það var bara eitthvað Sydney sem heillaði mig, spurning um að leita sér að vinnu þar þegar maður er búin hérna...????
Já bátsferðin um Whitsunday Islands var bara nokkuð góð, áttum reyndar von á einhverju meira en alls ekki slæm. Við vorum sem sagt á ferð með 11 öðrum einstaklingum plús crew í 3 daga og náðist alveg ágæstis vinskapur meðal fólks, meira hjá sumum en öðrum eins og gengur og gerist reyndar!!;)
Fyrsta daginn var farið að kafa, þeir sem voru reyndir kafara fengu að fara niðrá alveg 12 metra dýpi en hinir óreyndu á um 5 metra og var ég í þeim hóp þó að ég hafi farið á kafara námskeið þá er bara svo langt síðan að ég ákvað að gera þetta svona í þetta skiptið, hafði alveg eins getað sleppt þessu og snorklað bara því það var nú ekki mikill munur. Við áttum von á að við fengjum að kafa og snorkla að vild en það var ekki svo, aðeins ein köfun var innifalin í verðinu (sem okkur var ekki sagt frá í byrjun) og allar auka kostuðu 45 dollar (x50 krónur) og svo kom upp alls konar aukakostanaður hér og þar sem okkur var ekki sagt frá þegar við vorum að bóka, frekar lélegt. Hápunktur þessar ferðar átti að vera á whitesunday beach sem er víst ein fallegasta strönd ástralíu en þegar kom að því að fara þangað sagði skipperinn að það væri of hvasst ( en við tókum nú ekki eftir miklum vind) þannig að við komumst ekki þangað!:( og ekki fengum við að snorkla í kringum bátinn þegar við vorum stopp heldur bara þegar við gátum farið að landi og bara við ströndina; þetta var allt frekar duló; en hvað um það... dag 2 fórum við til hamilton island sem er með alls konar afþreyingu á og þar er hægt að gista og borða og djamma, eina eyjan sem bíður uppá það þarna held ég og var það bara alveg ágætt. En þrátt fyrir allt var þetta bara hin fínasta ferð, allavega meiri sól heldur en hjá ingu á mallorca!!;)
Þegar við komum í land á fimmtudag beið okkar löng keyrsla því við þurftum að vera komin til brisbane fyrir að morgni föstudags því ég átti flug þaðan kl. 11.25 um morguninn. Við keyrðum sem sagt 1300 km frá whitsunday islands til brisbane á u.þ.b. 13 klst!!!!! Geri aðrir betur.
Svo flaug ég til auckland og skildi ferðafélagana eftir í brisbane, marin og davíð að fara að læra fyrir próf í næstu viku, rebekka átti flug til hong kong á föstudagskvöld og björn og gunnhildur ætluðu að spóka sig um í brisbane í viku í viðbót áður en þau halda aftur heim til íslands í hversdagsleikann; TAKK FYRIR FRÁBÆRAN FÉLAGSSKAP OG FRÁBÆRA FERÐ KÆRU FÉLAGAR!!!
Síðan lenti ég náttlega í því að flugið frá brisbane til auckland seinkaði og ég átti flug frá auckland til nelson beint á eftir, þannig að þegar ég lenti í aucklandi þurfti ég að hlaupa frá international hlutanum til domestic sem er um km og kom þangað móð og másandi með svitann lekandi niður í augun og stelpan sagði bara sorry, það er búið að loka flugin!!!
Og ég “en flugið mitt frá brisbane var of seint, er enginn séns?” og hún náttlega hleypti mér i gegn sem betur fer!!!
Þannig að ég var komin heim til nelson kl. 19.30 á föstudagskvöld.
Í fyrramálið verður svo haldið af stað á Franz Josef Glacier með 4 öðrum úr skólanum þar sem við munum dvelja í 3 vikur og fara upp á jökulinn 2-4 sinnum á dag skilst mér, sofa á dýnum á gólf í elsta húsinu á svæðinu þar sem er ekkert nema dýnur og ein eldavél, vinna eins og þrælar frá 8 á morgnana til 6-7 á kvöldin og fá ekkert borgað fyrir það, þetta verður erfitt veit ég en vonandi eða ég veit að það verður þess virði!!!!!
Jæja núna er þetta orðið alltof langt hjá mér.. ég vona að einhver hafi nennt að lesa þetta allt saman og hafi haft gaman af. Ég reyni að skrifa smá næstu 3 vikur en lofa engu. Bið að heilsa í bili..... Elsa

Ps. Til hamingju með daginn aftur smári, þann 14 apríl og svo átti binni líka afmæli 6 apríl, ég gleymdi því ekkert, var bara ekki búin að setja það hérna inn!!!

Engin ummæli: