Góðan daginn kæru lesendur...
alltaf gaman að fá bréf frá ykkur og komment, þau mættu þó vera mun fleiri.
jú jú það er komið að vikulokum einu sinni enn, föstudagur og vikan búin að vera alltof fljót að líða.
raftað alla daga vikunnar í grade 3 ám, vorum mikið í því núna að setju upp allskonar safty systems og allskonar björgunaræfingar, synda i gegnum flúðir og bjarga öðrum úr háska og svona bara frekar gaman, tók vel á og var maður ansi þreyttur á kvöldin. rúmin sem við sofum í erum ekki alveg þau bestu þannig að maður sefur ekkert alveg rosalega vel þarna, svo er maður alveg útbitin eftir helv.... sandflugur (mýflugur), algjörlega útbitin á höndunum aðallega og svolítið á fótunum líka en ekki eins mikið því maður er jú í skóm en ekki með neina hanska.
hérna er bara sól og blíða flesta daga, reyndar aðeins kaldara í dag heldur en er búið að vera, svo rignir yfirleitt á nóttunni sem er fínt.
helgin átti að vera rosa fín hjá mér, ætlaði að fara með fólkinu sem ég bý með í bátsferð með vinum þeirra en því miður vorum við orðin of mörg og eitthvað slæm veður spá fyrir helgina þannig að það var hætt við það allt saman, þannig að núna sit ég uppi með engin plön, en maður deyr ekki ráðalaus, eins og matt sagði um daginn, vandinn við nelson að það er eiginlega alltof mikið að hægt að gera hérna, sérstaklega fyrir útivistarfólk, endalaust af göngu- og hjólastígum hérna útum allt og fór ég jú í eina stutta ferð síðustu helgi, upp upp upp eitthvað fjall og svo niður niður niður aftur, frekar gaman en líka dálítið erfitt. kannski að ég finn mér upp aðra hjólaferð á morgun, hver veit.
annars líður mér bara vel, kannski bara alltof vel, nóg að borða, nóg af skemmtun, partý hverja helgi ef maður vill og nóg að gera.
þangað til næst kæru vinir....
Elsa
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli