20.2.04

ekki alveg að nenna að skrifa hérna núna en ég geri þetta bara fyrir mömmu!!
lofaði henni að skrifa minnst einu sinni í viku!
jæja þá er vikan senn á enda og ég búin að vera hérna í tæpan mánuð núna, tí­minn er alveg ótrúlega fljótur að líða en samt ekki einhvern veginn finnst mér.
raftingið í síðustu viku var bara frekar gaman, fengum inn nýjan kennara sem er eiginlega skemmtilegri en sá sem við erum búin að vera með og alltaf gaman að læra eitthvað nýtt af nýju fólki þannig að það var bara gaman...
sá er búin að ferðast út um allan heim að rafta, t.d. us, kanada, swiss, noregur, japan, nepal og örugglega fullt af fleiri stöðum sem við eigum eftir að komast að...
hann var í noregi síðasta sumar og þá datt nottlega inní­ hausinn á mér sú hugmynd að fara þangað þegar ég er búin hérna ef maður fær ekki visa hérna (það° getur ví­st verið frekar erfitt ef maður er ekki með jop offer)... en við skulum nú ekki ákveða neitt strax, bara keep all options open!!! :)
hún kristjana sem var að vinna með mér í­ 3 vikur í­ bakaríinu áður en ég fór út er hérna í­ nelson núna, mamma hennar er héðan frá nz og hún er búin að vera að ferðast um núna í­ 3 mánuði held ég um alla asíu og svo ástralíu og núna nýja sjáland, ætla að hitta hana og vinkonu hennar í­ kvöld og kíkja væntanlega á eitthvað smá skrall...
svo er stefnan sett á klifurferð í­ fyrramálið, eða allavega smá feðalag.
það flutti ein sænsk stelpa inná heimilið mitt í­ vikunni sem var mjög gott og hún er í­ klifurkúrs núna og fór á klifurstaðinn sem er um 2 klst héðan frá nelson, í­ dag og er ég að hugsa um að fara þangað í­ fyrramálið og kí­kja á hana og klifra smá undandyra, þ.e. ef það verður ekki rigning eins og er búið að vera mikið af undanfarið!!
kem svo heim á sunnudag aftur og svo rafting aftur á mánudag en þá verðum við í burtu fram á föstudag og inní­ því­ verður ein ferð þar sem við förum í 2 daga rafting ferð sem við þurfum að undirbúa og sofa úti í­ tjaldi einhversstaðar sem er svo sem ekki mikið mál... bara spennó....!!!
ég er núna í skólanum að reyna að klára verkefni sem við eigum að gera fyrir rafting og gengur það svona þokkalega, bara ekki alveg að nenna að vera að gera einhver bókleg verkefni, en jú þetta er ekki allt dans á rósum þó þetta sé mjög nytsamlegt sem maður er að lesa um.
annars ef einhver hefur áhuga á að koma í­ skólann minn þá er það alveg mögulegt hvenær sem er eiginlega, var að tala við kennarana um það og ef það er pláss í kúrsunum þá er það hægt, t.d. 2 mánaða snjóbretti í­ júlí­ og ágúst, einhver áhuga???;)
já og svo voru mamma og pabbi ví­st að kaupa sér nýja í­búð á háaleitisbraut og flytja þangað ví­st í­ byrjun júní­ og eru því­ að fara að selja fagrahjallann!!:( þannig að það verða ekki fleiri partý þar 31.ágúst eins og hefur verið undanfarin 4 ár held ég bara!!:(
jæja, ekki meira í­ bili.... og endilega kvitta fyrir komuna allir saman....
kv. Elsa

Engin ummæli: