9.3.06

síðan síðast, eða svona cirka....

jæja maður verður nú að vera duglegur við þetta fyrst maður ætlar að byrja aftur.
lítið að gerast reyndar hjá manni, tíminn líður bara alltof hratt, það er bara mánudagur og svo föstudagur og helgi sem líður nú svona yfirleitt aðeins hægar og maður nær aðeins að njóta lífsins en þetta er hreint ótrúlegt en jæja, hvað um það.
síðustu helgi var ég keyra aðeins fyrir hópbíl sem var bara fínt, fór í 3 skutl sem tók um 4 klst í allt en fæ auðvitað borgað fyrir 3 útköll sem er 4 tímar hvert þannig að það var ágætt. fór reyndar líka á fösudagskvöldið að sækja krakka í mosó á samfés, 9 og 10 bekkingar, alveg ótrúlegt að sjá hvernig þessir krakkar eru klædd, það var undir frostmarki og stelpurnar voru langflestar í stuttum pilsum og þunnum bolum og í engu utanyfir sig og strákarnir voru sumir í stuttbuxum!!!

jæaj en hvað um það, næstu helgi er ég að fara í jöklaferðamennsku með skólanum á sólheimajökul, það verður örugglega alveg rosa gaman, vonandi verður nú gott veður, við erum að fara í sprungubjörgun og vonandi tekst okkur að fara í smá ísklifur líka!
við gistum í svefnpokagistingu þannig að það verður ekkert skála snjóhúsa vesen og við getum meira að segja haft með okkur eitthvað gott að drekka og borða!!!:)
svo er ég buin að panta mér far til frakklands 8 apríl (um páskana) í 9 daga, kem aftur 17 apríl og ætla ég rétt að vona að sveinborg og sara verði ekki búnar að klára allan snjóinn áður en ég kem!!!
annars skilst mér að það sé búið að snjó þarna í frakklandi alveg geggjað mikið undanfarnar vikur. ég ætla sem sagt að heimsækja söru og sveinborgu sem eru þarna núna í chammonix en þær eru reyndar á leiðinni til rússlands í 10 daga í lok mars sem ég væri nú alveg til i líka en maður getur víst ekki leyft sér allt!!
jæja meira seinna, hafið það sem best....
chao
spurning postsins: hefurðu komið í vatnsdal í austur húnavatnssýslu???

6 ummæli:

Halla sagði...

Svar við spurningu: Að sjálfsögðu ;)

Halla sagði...

Svar við spurningu: Að sjálfsögðu ;)

Halla sagði...

Svar við spurningu: Að sjálfsögðu ;)

Ingigerður sagði...

Neibb, það held ég ekki. Hef eiginlega hvergi komið á íslandi ef orða má það þannig. Enda ætla ég að reyna að ferðast um Ísland í sumar. Öll tips vel þegin Elsa! :)

sArs sagði...

Gott að þú ert aftur snúin Elsa mín! hlakka til að hitta þig hérna í apríl! og takk fyrir smassið með snjófréttunum heima... vona að þú hafir átt góða jöklaferð.
ástarsAra

Elísabet sagði...

jú ég, pant ég , pant ég! Ég hef komið þangað! Jeij!