23.1.08

Jæja, þá er að huga að ferðaplani sumarsins!
Einhverjar hugmyndir??
Allavega þá er nánast búið að negla Hornstrandir um miðjan Júlí, fjölskyldu- og vinaferð í 4-5 daga!
Síðan er spurning um að reyna að taka Laugaveginn aftur, þar sem mér tókst ekki að taka hann allan síðasta sumar. Svo langar mig að labba eitthvað fyrir austan, einhverjar hugmyndir?

Allavega, næst á dagskrá hjá mér er Rússland, en þangað er ég að fara með 4 vinkonum og ætlum við að renna okkur þar á snjóbrettum og skíðum! förum 1 febrúar í 17 daga og er okkur mikið farið að hlakka til.
eða reyndar þá er það akureyri núna um helgina áður en farið verður til rússlands, aðeins að hita upp!!!
spurning hvort að einhver kíki hingað lengur?!
chao....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jújú, annað slagið til sjá hversu aktiv þú ert búin að vera.....keep it up!!!

kv
Mumminn

Rebekka sagði...

merkilegt hvernig madur ratar alltaf hingad inn thratt fyrir bloggleysi!!!

"labba eitthvad fyrir austan"...Hong Kong er i austri!! eg skal glod taka thig i adra gonguferd! Haha! kv, bekka