24.5.05

jæja jæja allt að gerast, byrjuð í vinnunni á fullu búin að fara oft upp á jökul og nokkrum sinnum að keyra, líf og fjör. kem samt yfirleitt í bæinn á kvöldin, allavega svona til að byrja með, sjáum til hvernig verður í sumar. svo er ég búin að fara í sundlaugina að æfa veltuna á kayaknum mínum en hún tókst nú ekki alveg en kemur vonandi næst, og svo var ég að kaupa mér líka ár, geggjað flotta!!;)
vonandi kemst maður svo eitthvað að róa af viti í sumar!!! sjáum til hvernig það fer.
svo er ég orðin skype notanndi, löngu kominn tími á það, notandanafn: elsagunnars vildi náttlega elsagunn eins og ég er alltaf með en það gekk ekki, frekar svekkt!!:(
nokkuð strembin helgi fram undan í vinnu aðallega!!!
bið að heilsa í bili....

kv. elsa pelsa

14.5.05

jæja þá situr maður bara einn heima á laugardagskvöldi, mamma og pabbi í bústaðnum, helga á próflokadjammi og maggi í óvissuferð/árshátíð með vinnunni sinni og ég sötra bara bjór í rólegheitum eftir nokkuð góðan dag. vaknaði um 9 gerði mig til í gönguferð, skutlaði maggi í óvissuferðina og var svo sjálf sótt af íris og óli. síðan sóttum við bryndísi og fjögur brunuðum við inní botn á hvalfirði, þar fórum við stelpurnar út og röltum leggjabrjót, takk fyrir. það var nú frekar þungskýjað og eiginlega bara þoka alveg á köflum en engin rigning samt og mjög hlýtt og enginn vindur; gangan tók okkur um 4.5 klst og vorum við bara nokkuð sáttar með það, um 15 km, og gengum við niður af leggjabrjót að þingvöllum í sól og sælu!!!:D
óli (kærasti írisar) sótti okkur svo þangað og við brunuðum aftur í bæinn í súld og þoku!!! núna er ég hins vegar að bíða eftir sirrý en við ætlum að taka nokkra bjóra saman.
annars er það helst að frétta að ég og maggi fórum jómfrúarferð á kayaknum, eða ég fór á nýja mínum og maggi gamala sínum, í hvítá á fimmtudaginn. og gekk það bara alveg þrusuvel, en auðvitað er ekki hægt að fara í hvítá nema taka nokkur sundtök og var það að sjálfsögðu gert, ótrúlegt fínt veður á okkur, nokkur gola en mjög hlýtt samt þannig að manni varð ekkert kalt eftir sundið!!!:D
svo er stefnan sett á hvítá aftur á morgun og mánudag vonandi líka, fer náttlega eftir heilsu á morgun og svona....
ég byrja svo formlega að vinna á þriðjudagsmorgun kl 8 loksins, eftir mikla bið, fer reyndar í hvítá að raft á miðvikudag og fimmtudag þar sem allir tíundubekkingar höfuðborgarsvæðisins eru væntanlegir í rafting að fagna samræmdarprófarlokum!!! gaman að því bara....
jæja, ætla að fara að vafra eitthvað og skoða eitthvað sniðugt!!
bið að heilsa í bili og eigið góða hvítasunnu!!!
kveðja elsa

11.5.05

þvi það er svo mikið að gera hjá mér þessa dagana þá bjó ég til svona quiz, það er svo gaman... Take my Quiz on QuizYourFriends.com!


annars bara lítið að frétta, er að fara í bústaðinn á eftir með magga og veit ekkert ennþá hvenær ég byrja nákvæmlega að vinna, vona bara sem fyrst!!!
áfram allir!!!:)

9.5.05

fyrst ég fékk svona góðar viðtökur síðast, er þá ekki spurning um að halda áfram og reyna að vera duglegur, svona allavega meðan maður hefur tíma. ég er sem sagt ekki byrjuð að vinna ennþá þannig að ég er bara í róleg heitum heima, reyndar alveg full af kvefi í augnablikinu og svo er líka leiðinlegt veður þannig að ég sé eiginlega enga ástæðu til að vera að fara eitthvað út.
helgin var annars alveg ágæt hjá mér, byrjaði eiginlega þarna á miðvikudag þar sem það var frí hjá vinnandi fólki á fimmtudag, en allavega þá var smá vinnudjamm og svo var farið í bæinn á eftir. fimmtudagurinn var nú bara rólegur og svo á föstudag fór ég uppá langjökul í vinnu því það átti að vera stór hópur á laugardag og vantaði mannskap í það, nema hvað að hópurinn afpantaði á föstudagskvöld þannig að það var ekki mikil þörf fyrir mig á laugardaginn þarna og svo á sunnudag átti að ferja nokkra sleða og snjóbíl og trukk yfir jökulinn og átti ég líka að vera í því, nema hvað á sunnudagsmorgun þá mættu þarna bara 7 auka manns í þessa flutninga þannig að aftur var engin þörf fyrir mig frekar en ég vildi þannig að ég fór bara heim!!
en bara svona til að fræða ykkur aðeins um aðstæðurnar þarna í vinnunni hjá okkur þá er ekkert rennandi vatn, þurfum að taka allt vatn með okkur á brúsum þangað upp eftir, svo er kjalvegurinn (sem er reyndar ekki búið að opna ennþá) mjög slæmur yfirferðar og alltaf gaman að keyra þar og frá kjalvegi og upp að skálanum er allt á kafi í snjó þannig að við byrjum allar ferðir núna niðri við veginn. svo eru þarna líka hundasleðar en það er sko nokkuð sem ég myndi ekki vilja vinna við, það er 3 krakkar þarna að sjá um hundana, þau búa öll saman í einum econoline gömlum, þurfa að sofa þar og handa alla daga, fara reyndar með hundana í ferð allavega einu sinni á dag, sama hvort það eru túristar eða ekki. svo borða þau bara einhvern þurrmat og allt náttlega eldað bara á prímus og ekkert klósett né vatn þannig að þau bræða bara snjó og nota náttúruna sem klósett!! svo fá þau held ég 2 daga frí á tveim vikum!! og fá mjög lítil laun líka skilst mér enda tolla þau ekki lengi í þessu greyin, þetta eru yfirleitt danir, aldrei íslendingar enda mundi enginn láta bjóða sér þetta en þetta vilja þau og hafa gaman af!!!
við höfðum það nú aðeins betur!!!
en allavega svo á laugardagskvöld skelltum við okkur á geysi á ball með karma, þrusustuð alveg hreint!!!
á dansgólfinu voru bara pörheld ég hreinlega en þeir spiluðu alveg fín dansi lög en hættu bara alltof snemma. þetta var hin ágætasta skemmtun samt verð ég að segja.
ég var búin að plana að fara í hvítá um helgina og prófa nýja kayakinn minn en það gekk ekki upp vegna MIKILLAR vinnu hjá mér en vonandi bara sem fyrst já og svo var líka dáltið kalt á fös og lau og ég að drepast úr kvefi þannig að það hefði kannski ekkert verið neitt sniðugt.
jæja, vona að einhver nenni að lesa þetta og ef ekki.... þá skiptir ekki máli....
meira síðar...
elsa

4.5.05

maður náttlega orðinn alveg hundlatur þegar maður er loksins kominn heim en það er nú svo sem ýmislegt búið að gerast síðan síðast. hugsa samt að lang flestir séu löngu hættir að nenna að kíkja hingað inn en hvað um það, hallbera er sjálfsagt minn dyggast aðdáandi þessa dagana þar sem henni tókst að slíta krossband í þriðja sinn (geri aðrir betur) og liggur bara heima og kemst varla út úr húsi, gaman það svona í upphafi sumars!!!
en ferðalagið okkar heim gekk bara mjög vel, þurftum ekki að borga neina yfirvigt eða neitt auka fyrir snjóbretti, voða ánægð með það, svo þegar komið var í keflavík þá voru davíð og gísli vinir magga mættir þar í búningum og sungu eða rauluð "magnús þú veldur okkur ekki vonbrigðum" eða eitthvað álíka endalaust og fólk var nú farið að horfa ansi mikið á þá skilst mér en þetta er eitthvað svona gaman hjá þeim félögunum að taka alltaf á móti hver öðrum með einhverjum skemmtiatriðum, t.d. þegar við komum frá nz voru gísli og erla mætt þar í jólasveinbúningum og sungu jólasveinalög!!
allavega þá fór ég bara beint í bústaðinn með mömmu og aroni þar sem pabbi beið okkar og við öll saman beint í pottinn, svo síðar um kvöldið komu helga og binni og við tókum því bara rólega.
á fimmtudag "byrjaði" ég svona óbeint að vinna, fór í 3 daga upp á langjökul þar sem það var 300 manna hópur í heimsókn á sleða og mat og var það eiginlega bara þrælkunarvinna en laugardagurinn var nú samt rólegur bara en það var svo gott veður að þetta var bara fínt. svo á mánudaginn fór ég með sveinborgu í gönguferð að miðfelli sem er rétt fyrir ofan sumarbústaðabyggðina hjá úthlíð og var það smá verkefni sem við fengum en bara ótrúlega gaman að því!!
mamma átti svo afmæli í gær og eldaði maggi að sjálfsögðu dýrindis mat handa okkur, forréttur aðalréttur og svo tvisvar sinnum eftirréttur, svona eins og tíðkast í minni fjölskyldu, en hann var búin að baka köku og svo var mamma líka buin að gera nokkrar og auðvitað þurfti að smakka á öllu saman.
í gærkvöldi fórum við maggi svo í hveragerði í rigningu og þvílíkri þoki að skoða kayak, og bara keyptum hann lika handa mér þannig að ég er komin með kayak og get farið að róa á fullu núna, ætlum að fara á föstudaginn í hvítá þar sem maggi er í helgarfríi!!!
já þetta er sem sagt það helst sem hefur á dagana drifið.
ég ætla nú ekki að lofa neinu um hvernig framhaldið verður hérna á þessari síðu en vonum það besta!!
annars ef þið þurfið að hafa samband þá er númerið mitt hérna í vinstra horninu!!!
bless í bili....
elsa