20.11.07

Hallbera systir mín og mamma mín eru ótrúlega duglegar prjónakonur!!
Þær eru að "framleiða" húfur, vettlinga, skór og fleira eftir pöntunum (peysur, vesti, kjóla, pils)!
Ég ætla að setja hérna smá sýnishorn og ef einhver hefur áhuga á að kaupa þá endilega hafið sambandi við mig, elsag@glitnir.is, eða Hallberu, hallbera@ismennt.is.
Þessir skór eru á ungabörn og hægt að fá í öllum litum, einig er hægt að fá skó á fullorðna sem eru rosalega góðir í bústaðinn eða á köldum vetrarkvöldum!:)
Vettlingar sem hægt er að fá í öllum stærðum og gerðum, einnig hægt að fá á ungabörn.
Og svo húfurnar, rosalega þéttar og góður, nánast vindheldar!

13.11.07

var að koma frá kína á sunnudaginn, fór til shanghai þar sem við vorum með ráðstefnu á vegum glitnis, síðan til dalian á sjávarútvegssýningu og svo þaðan til hong kong í heimsókn til rebekku!!!
alveg frábær ferð í alla staði :)
nokkrar myndir frá ferðinni!


ég á wakeboard í hong kong!!


ég bjartur og rebekka í gönguferð!!



skelltum okkur á markað í kína og fundum þessa skemmtilegu úlpu til sölu :)

meira síðar
Elsa

17.10.07

Fann þetta á síðunni aj.is og finnst þetta alveg snilld!

Live is not a journey to the grave with the intention of arriving safely in a pretty and well-preserved body, but rather to skid in broadside, thoroughly used up, totally worn out, and loudly proclaiming: “WOW!! What a ride!

10.10.07

Komin heim frá frakklandi, ligg heima í lazy boy stólnum með mömmu við hliðina á mér að prjóna og oprah í sjónvarpinu!!! veit ekkert hvað ég á af mér að gera nema skrifa smá blogg bara.

best að maður segi frá ferðalaginu til frakklands, eða já ferðin byrjaði eiginlega á laugardagskvöldin þegar ég fór á hemma gunn show á hótel sögu sem var bara alveg hin fínasta skemmtun, enda í alveg frábærum félagsskap, beint í framhaldinu eða um miðnætti skutlaðist ég á árshátíð hjá fjalló, mætti svoldið seint því það var eiginlega allt búið en mér tókst nú samt að dansa smá :)
var komin heim um kl. 2.30 sofnaði og vaknaðium 5 þegar driverinn minn hringdi og skildi ekkert í að ég skyldi ekki vera búin að hringja í hann því þarna vorum við bæði að sofa yfir okkur!! en okkur tókst nú samt að ná á flugvöll í tæka tíð fyrir flugið sem var kl. 7.20 og komumst þar að því að við höfðum ekki verið sú einu sem sváfum yfir okkur!
flugum til parís, tókum þar bílaleigubíl og keyrðum til annecy, höfðum uppá slökkviliðsstöðinni eða tengiliðnum sem kom okkur á hótelið
fyrsta daginn var súper gott veður, 25 stiga hiti sól og blíða fórum í fjallaferð, göngu með klifri
annar dagur var farið í canyoing í 5klst - frábært!!
þriðji dagur fórum upp í 3800 metra á inná jökul, tókum smá rölt þar og æfingu
fjórði dagur lagt af stað seinni partinn í tveggja daga ferð mjög skemmtileg ferð hefði getað verið aðeins betra veður en gott útsýni og góð æfing fyrir rass og læri :)
að kvöldi fimmtadags var farið út að borða með yfirmönnum í slökkviliðinu, skipst á gjöfum og drukkið vín, og farið svo á diskótek á eftir, þar tókst okkur að lyfta meðalaldrinum upp um nokkur ár, ekki frá því
alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt
á laugardeginum áttum við að fara í klettaklifur en þar sem það var blautt búið að rigna og svona var ákveðið að sleppa því og farið í æfingar af þaki slökkviliðsins í staðin
laugardagskvöld var svo horft á 8liða úrslita leik á heimsmeistaramóti í rugby sem haldið er í frakklandi þessa dagana, frakkland var að spila á móti nýja sjálandi og hélt ég að sjálfsögðu með nýja sjálandi, enda sannfærð um að þeir myndu vinna nema hvað.... frakkland vann leikinn!!!
og mikil fagnaðarlæti í frakklandi í framhaldinu, gaman að sjá það!
vöknuðum svon kl. 4 (eða ég vaknaði 4, aðrir sváfu aðeins yfir sig( og lögðum í hann til parísar til að ná flugi heim til KEF kl. 14
frábær ferð, frábærir ferðafélagar, frábærir gestgjafar, fallegt land og skemmtilegar ferðir sem við fórum í, hefði varla getað verið betra :)
komin heim í vinnunna og er varla að nenna henni en jú maður gerir sitt besta
líf og fjör.
later
Elsa

29.9.07

Tæpri viku síðar...

Var nú ekki duglegri en það, en jæja. Maður gerir bara sitt besta.
Vikan búin að líða hratt eins og venjulega, ótrúlegt hvað tíminn fer bara stundum í ekki neitt. Nóg að gera í vinnunni eins og venjulega, ekkert of mikið samt sem betur fer. Flugbjörgunarsveitaræfingar tvisvar í viku og skellti mér svo í fyrsta tímann í jóga í vikunni sem var mjög fínt, ætla að reyna að vera duglega að fara í það í vetur og liðka mig aðeins, ekki veitir af.
Var að koma úr heimsókn frá Hugrúnu, Rebkka vinkona á landinu og kíkti hún á okkur, alltaf gott að hitta hana!
Við Ingibjörg ákváðum líka nafn á prinsessuna hennar Hugrúnar, veit samt ekki hvort það verði samþykkt, kemur í ljós ;)
Er að fara á morgun út að borða á hótel sögu og á hemma gunn showið sem er verið að byrja að sýna þar með riturum Glitnis, það verðu pottþétt svaka stuð. Svo beint í framhaldinu af því, eða um miðnættið, ætla ég að skunda á árshátíð íslenskra fjallaleiðsögumanna og ná mér í nokkra dans þar áður en haldið verður út á flugvöll en ég er að fara til frakklands á sunnudagsmorgun kl.7.40 með 5 félögum úr FBSR.
Við fljúgum til París og keyrum síðan þaðan í alpana. Erum að fara að heimsækja björgunarsveit/slökkvilið í Annecy og kanna aðstæður hjá þeim og fara með þeim í einhverjar fjallaferðir. Veit voða litið hver dagskráin verður, þannig að það verður bara spennandi.
Jæja þá er timi til að fara að sofa, hasta luego!
Elsa

22.9.07

Laugardagsmorgun kl er 11 og ég búin aðvera vakandi í 3 klukkutíma!! Bara fyrir hana litlu systur mína og litla frænda minn sem ég er að passa svo mamma hans gat farið á bootcamp æfingu. Veit nú ekki hversu ánægð hún verður með þessa ákvörðun sína þegar hun kemur heim eftir tveggja tíma bootcamp æfingu úti, reyndar fínt veður en pottþétt erfiið æfing.
Prinsinn er vaknaður situr bara í stólnum sínum og horfir á sjónvarpið meðan ég skrifa þetta. Nokkuð sáttur sýnist mér bara.
Sá að hún Hallbera systir mín er komin með í blogg keppni við vin sinn, ég er að hugsa um reyna að vera með svona óbeint og láta ljós mitt skína. Vera duglegri að skrifa.
Reyndar smá bisí dagskrá fram undan en maður ætti nú að geta fundið nokkrar mínutur annan hvern dag eða svo.
Já ég var í NYC um daginn að opna skrifstofu Glitnis þar, alveg frábær dagskrá sem tókst í allastaði alveg fullkomlega, allt gekk upp samkvæmt áætlun og allir ótrúlega sáttir með allt saman. Ég ákvað svo að nýta tækifærið og vera nokkra aukadaga í borginn eða "the big aple" eins hún er kölluð (veit samt ekki ennþá af hverju, getur einhver svarað mér því???). Var þarna með tveim öðrum Glitnis mönnum yfir helgina og skemmtum við okkur bara nokkuð vel, djammað, verslað, gengið, hjólað, bátsferð og fleira!
Það var alveg rosaleg gott veður ennþá um 30 stiga þannig að maður var baraí sumarfötunum. Vorum á einum bar á föstudagskvöldin og fyrsta manneskjan sem við sáum þegar við gengum inn var Cameron Diaz, eða þau sáu hana, ég sá ekki neitt fyrr mér var bent á hana!! Ekki beint alltaf að skoða fólkið í kringum mig. Svo var víst líka þarna Steven Taylor, söngvari Eurosmith, ég sá hann reyndar ekki en þau sáu hann. Alltaf gaman að sjá einhvern svona frægan!
Kom heim á mánudagsmorgun og vikan sú var ansi erfið, þreyta í gangi, smá stund að jafna sig á þessu.
Mætti svo í réttir með henni Höllu minná laugardaginn síðasta, Reykja réttir á Skeiðum, þar var fullt af fólki og svoldið af kindum, drógum í rúman klukkutíma þar og fórum svo heim. Kíkti í heimsókn á Laugavatn í nýja húsið þar sem hjúin eru flutt inní, reyndar allt frekar hrátt ennþá, engar innréttingar eða sturta eða bað þannig að ég geri ráð fyrir að einhver eldi ofan í þau og að þau fari í sturtu í íþróttahúsinu. Annars lítur húsið rosalega vel út hjá þeim, ég málaði eina hillu þannig að ég er þá vonandi gjaldgeng í innflutningspartýið! Það var búið að hóta mér að ég fengi ekki að mæta í það nema að gera eitthvað! þannig að ég bara varð að mæta í vinnu.
Síðasta vika bara búin að vera róleg, æfingar byrjaðar í flugbjörgunarsveitinni, þjálfarinn byrjaður að mæta og þetta lítur vel út. Skokkum í Öskjuhlíðinni og förum svo í Nauthólsvíkina og gerum æfingar í sandinum eða tökum brekku spretti í kirkjugarðinum, allt saman mjög skemmtilegt.

Jæja, ekki meira í bili þó að prinsinn hafi það bara gott ennþá í stólnum sínum.
Kveðja,
Elsa

29.8.07

Líf og fjör á Íslandinu góða.
Fyrsta sem mig langar að gera er að minna á nýliðakynningu Flugbjörgunarsveitarinnar sem fram fer mánudaginn 3 og þriðjudaginn 4 september í hús Flugbjörgunarsveitarinnar við Flugvallaveg (við hliðina á Hertz bílaleigu) kl. 20.00. Frekar upplýsingar á www.fbsr.is eða hafið bara samband við mig!!:)
Man ekki hvort ég var búin að segja ykkur að ég er orðin stjórnarmeðlimur þar, meðstjórnandi í 5 manna stjórn, þannig að ég á eftir að leggja leið mína "niðrí sveit" ansi oft í vetur og svo er náttlega stefnan að vera hrikalega duglegur að fara í vetrarferðir.
Ég er nú reyndar búin að plana næstu 4 helgar eða svo. Er að fara til NYC núna á sunnudaginn og verð þar í viku þannig að það eru næstu tvær helgar og svo var ég að ákveða með Höllu vinkonu vinkonu minni að fara í réttir á suður- og norðurlandi helgarna tvær þar á eftir og bíð ég sko spennt eftir því.
Annars er bara gaman að vera til þessa dagana, nóg að gera í vinnunni, er að leita mér að íbúð með öðru auganu, reyni að hitta vinina af og til og svo fjölskylduna náttlega líka pínu. Gunnar Valur eldsprækur strákurinn og Aron Orri ekki síðri. Var að byrja í 11 ára bekk (hvaða bekkur er það??)
Farin að sofa heyrumst síðar
Kiss og knús
Elsa

8.8.07

Jæja, er þá ekki komin tími á smá texta hérna first það voru að koma inn ný comment ;)
Langt liðið á sumarið en það er nú ekki búið enn þar sem ég er ekki búin að eiga afmæli! Ýmislegt búið að gerast síðan síðast, nokkrar gönguferðir, veiðiferðir og bílferðir. Fór laugaveginn með góðum vinum og félögum og mömmu líka, fór svo líka Hornstrandir með Hallberu, Hrefnu og mömmu. Hekla var einnig klifin á Jónsmessu og var ég toppnum í skítakulda en björtu kl. 1 eftir miðnætti. Skellti mér í veiðiferð með vinnunni í Langá á Mýrum og veiddi maríulaxinn minn, borðaði uggann og fékk mér jagermeistar með!
Fór í afmæli til Höllu minnar í Landmannalaugar og skellti mér í laugina um miðja nótt, fór í framhaldinu með Sirrý minni á rúnt um Snæfellsnesið, komum við á Grundarfjarðardögum og héldum norður á bóginn og svo Kjöl til baka. Beint þaðan í bílferð með Sveinborgu og Söru þar sem við gistum á Höfn, Borgarfirði Eystri, Neskaupsstað og Mývatni, fengum okkur bjór á öllum þessum stöðum og forum á ball líka!!! Líf og fjör, gengum þó smá líka, í Stórurð á Borgarfirði Eystri og á Hverfjall á Mývatni. Þá er ég komin að nú og nú er það framhaldið, ekkert planað um helgina nema rólegheit, fer svo í vinnuferð til NY á mánudag og heim aftur á miðvikudag, þá er það menningarnætur helgin, maraþon, ættarmót og kveðju party hjá Gunnhildi.
Nóg að gerast, annars allir við hesta heilsu og sætasti prinsinn hann Gunnar Valur dafnar rosalega vel.
Og svo var ég náttlega líka að setja inn nýjar myndir, www.elsagunn.shutterfly.com
Líf og fjör, meira síðar ;)

12.6.07

Jæja, fyrst að einhverjir kíkja enn þá held ég áfram.
Skellti mér í Skaftafell sl. fimmtudag og var þar yfir helgina á Öryggisnámskeið ísl fjallaleiðsögumanna. sprungubjörgun, ganga, sviti og meiri sviti.. fengum geggjað veður í göngu á hnúkinn á laugardaginn og fórum reyndar á dyrhamar líka, 15 tíma ferð, mjög skemmtilegt!:)
nóg að gera í vinnunni þessa dagana, segi ekki meira um það...
fór út að hlaupa með hlaupahóp glitnis áðan í fyrsta skiptið, mjög skemmtilegt og hressandi enda veðrið alveg með eindæmum!:)
fleiri myndir frá helginni komnar á myndasíðuna.
meira síðar :)
Elsa

6.6.07

jæja, ýmislegt búið að gerast síðan síðast en sjálfsagt allir hættir að lesa þetta þannig að ég ætti kannski bara að hætta að skrifa hérna og fá mér myspace eins og allir hinir..
en hvað um það, sit bara ein heima og er að horfa á fótboltaleik, ísland - svíþjóð og það lítur út fyrir að ísland eigi eftir að skíttapa þessu og er mér núu eiginlega bara alveg sama um það!
það helst að frétta er þrennt:
ég er flutt til mömmu og pabba, búin að segja skilið við magga en við skildum í miklum vinskap og erum í góðu sambandi. ég sem sagt bý þá bara hjá m&p núna milli þess sem ég er í ferðalögum en planið er að fara eitthvað hverja helgi í sumar.
af ferðum sem planaðar hafa verið er ég nú þegar búin að fara á hvannadalshnúk einu sinni með ferðafélaginu um hvítasunnuna og gekk það súper vel, var fararstjóri í þeirri ferð. svo fór ég líka á heklu á kosninga- eurovision daginn og gekk það rosa vel líka og renndi ég mér þar niður á snjóbretti. á morgun er ég svo að fara í skaftafell á jökla- og sprungunámskeið fyrir verðandi fararstjóra hjá ísl. fjallaleiðsögumönnum og skilst mér að þá verði farið á hnúkinn föstudag, laugardag og sunnudag :)

annað sem er búið að gerast er að hallbera systir mín giftist honum smára sínum síðastliðinn laugardag og gekk það alveg frábærlega vel, þau giftu sig á laugarvatni og buðu rumlega 100 manns til veislu þar, giftu sig í skálholtskirkju og veislan á laugarvatni, fólki stóð til boða einnig að gista á heimavist íkí og nýttu sér það fjölmargir. og annað merkilegt sem gerðist þennan dag var að hún helga litla systir sem er/var ólétt og ekki sett fyrr en 16 júní byrjaði að fá verki á laugardagsmorgun, brúðkaupsdagsmorguninn, hún náði þó að mæta í kirkjuna en eftir það versnuðu verkirnir hjá henni til muna og brunað binni kærastinn með hana í bæinn eftir kirkjuna. hún fæddi síðan lítinn prins rétt eftir miðnætti, á sjómannadaginn en hann binni er af mikilli sjomannaætt og voru einmitt foreldrar hans á sjómannadagsballi í bolungarvík og við í brúðkaupsveislu og allir þvílíkt spenntir að fá fréttir af fæðingunni þannig að þessi dagur rennur okkur væntanlega seint úr minni.
en prinsinn er rétt tæplega 12 merkur og 48 cm stór og barasta við hestaheilsu ekki hægt að segja annað, er reyndar með smá gat uppí gómnum en það er allt í lagi, maður lærir bara að lifa með því þangað til það verður lagað þegar hann verður nokkurra mánaða gamall!!

það má sjá myndir af honum á myndasíðunni minni, www.elsagunn.shutterfly.com

jæja, þetta er komið gott í bili
Hasta Luego
Elsa

11.4.07

Heil og sæl, engin komment við síðasta posti :(
fannst ykkkur ekkert spennandi það sem ég var að gera í frakklandi???

Jæja hvað um það, páskarnir búnir og liðu þeir auðvitað frekar hratt.
Gerði nú ekki margt, skutlaðist á esjuna með honum Magga og komst hann alla leið upp að steini og bara nokkuð sprækur á eftir, fyrsta skiptið hans á Esjuna.
Fór norður og kíkti á vaxtaræktar keppnina og fitness keppnina. Fínt að horfa á þetta lið úr fjarska en í nærmynd, tja nei takk, ekki fyrir mig!
Matur á Skaganum og þaðan í bústaðinn í eftirrétt.
Ætlaði svo á Eiríksjökul á mánudag en því miður var spáin ekki mjög góð þannig að við hættum við. Fór í staðin í sveitina til Höllu og var að hjálpa henni aðeins í húsinu hennar, en hún er að gera upp gamalt hús sem amma hennar og afi bjuggu í og er það í Ölvisholti, rétt fyrir utan Selfoss. Það var mjög skemmtilegt að fara þangað og kíkja á herlegheitin.
Planið framundan er að vera duglegur að æfa fyrir þrekmeistarann sem verður 5 maí en við verðum með lið þar, ekki alveg það sama og síðast, tvær dottnar út og tvær nýjar komnar inn.
Annars er maður nú farin að hugsa ansi mikið um sumarið og eru eftirfarandi ferðir komnir á dagskránna og hinar ódagsettar ennþá:

14 apríl - Ferð með Ísalp á Skessuhorn???

xx maí - Hvannadalshnúkur

28 júní til 1 júlí - Laugavegurinn

18-21 júlí - Hornstrandir, Reykjafjörður í Látrabjarg

xx - tveggja nátta ferð i kringum Langasjá

xx - tveggja nátta ferð umhverfis Svartahnúksfjöll (Ófærudalur, Strútslaug, Tungufljótsbotnar)

xx - dagsferð á Eiríksjökul (þar sem við förum ekki 9 apríl sökum veðurs)

xx - dagsferð á Baulu


meira síðar og vonandi fleiri komment :)
kv Elsa

4.4.07

Jæja, þá er maður komin heim frá GEÐVEIKRI FERÐ TIL FRAKKLANDS!!!
Þetta var mjög góð ferð í alla staði, geggjað veður nánast allan tímann, smá snjókoma inná milli en annars frábært, alveg nóg af snjó þannig að þær áhyggjur voru óþarfar. Risa stórt og geggjað flott skiðasvæði í Frakklandi og Sviss, allt tengt saman. Frábært 20 manna stelpna hópur sem allar náðu vel saman, á aldrinum 16 til 57 ára!! Misgóðar og mislélegar, skipt upp í fjóra fimm manna hópa með einn og sama kennarann allan tímann!!


Hópurinn minn, 5 stelpur, sú elsta 57 ára!!! og kennarinn hann Floh!:)


Og svona leit maður út síðasta kvöldið, falleg brúnkan!;)

Fleiri myndir úr ferðinni á myndasíðunni minni: www.elsagunn.shutterfly.com

Það næsta á dagsrkánni eru svo páskarnir og þá á að fara á Eiríksjökul á mánudaginn og þeir sem hafa áhuga á að koma með endilega hafið samband.

Upplýsingar um ferðina:
Ef frystir um helgina og snjóar ekki þá ætti að vera hægt að keyra (jeppast) inní Torfabæli en annars er leiðin nokkuð löng að jöklinum. Eftirfarandi upplýsingar um Eiríksjökul er að finna í bókinni Íslensk fjöll:
Hæð:1672
Göngubyrjun: Torfabæli (350m)
Gönguleið: Snörp ganga um allbrattar skriður, klappir og jökulurð en svo alllöng leið á hallalitlum og sléttum, sprungulausum jökli (frá jaðri á hákollinn)
Uppgöngutími: 4,5-6klst.
Gönguhækkun: 1320m
Göngulengd: 12
Leiðarmat: löng og fremur tilbreytingarlítil leið en býsna góð á eitt af hæstu fjöllum landsins. Mikið útsýni; en ekki ætti að leggja á jökulinn í tvísýnu veðri. Skíði eru til bóta að vorlagi en varla á sumrin; leið á jökli er of stutt.
Sem sagt spennandi fjall fyrir fólk í fínu formi og þá sem komast langt á þrjóskunni... Það yrði þá farið frá Kalmanstungu um nóttina til þess að nýta birtuna og lenda ekki í mikilli snjóbráð ef það verður sólskin. Þátttakendur í jökulförinni eiga kost á því að gista hjá þeim mikla öðlingi Óla í Kalmanstungu.

Plan B: Ef veður er okkur ekki í hag þá er líka komið plan B sem er á svipuðu svæði. Sá góði maður Björn Þorsteinsson er nefnilega til í að leiðsegja okkur á Tunguna sem er fallega birkiklædda ríólít fjallið fyrir ofan Húsafell og sýna okkur m.a.feikna skessukatla í gömlum árfarvegi. Það er auðveldari ganga og ættu krakkar og þeir sem eru í aðeins minna formi og minna þrjóskir að geta farið í þá ferð líka. Ef mikill áhugi er á báðum ferðum er aldrei að vita nema hægt væri að fá Björn til þess að ganga með hóp á Tunguna þó af yrði af Eiríksjökulsferðinni líka.

Annað plan um páskana er óvitað eins og er, afslöppun og fleiri gönguferðir hugsanlega!:)

líf og fjör

Gleðilega páska til ykkar allra!
Elsa

13.3.07

Ísklfrið búið, árshátíðin búin, bláfjöll búin og enn að!!:)
afmæli pabbi búið, rebekka í heimsókn búið....

nokkrar myndir úr ísklifrinu, það var mjög skemmtilegt, þar voru heimsmeistarar að klifra með okkur!:)


Kinnin, við Húsavík. Hallbera í fjarska


Elsa sæta :)


Smári mágur að klifra

svo er það bara frakkland framundan, reyndar telemarkfestival um helgina á akureyri, ekki búin að ákveða hvort ég fari og svo helgina þar á eftir er það frakkland!!:)

tjá...

23.2.07

Vildi bara ítreka það að það er burton ALL girls!!!!!!!

og hana nú!

en ég er sem sagt búin að bóka mig á námskeiðið og búin að kaupa flugmiða þannig að nú verður ekki aftur snúið!:)

er svo að fara norður á morgun með Hallberu og Smára og fleirum úr Ísalp á Ísklifurfestival sem haldið verður í Köldukinn við Húsavík. Hef nú ekki gert mikið af ísklifri en alltaf á leiðinni og núna alveg kjörið tækifæri!

ekki mikið meira fréttnæmt í bili.

eða jú Jana á afmæli, ferðafélagi minn úr tæfunum, þó að ferðirnar hafi verið mun færri síðasta sumar en planað var en við bætum úr því næsta sumar! Til hamingju með daginn Jana mín ef þú lest þetta!;)

Aldrei að vita nema ég skelli inn myndum eftir helgi frá ísklifrinu :)

góða helgi kæru vinir

13.2.07

Þessu átti ég ekki von á, 3 búnir að gefa comment!!
Ótrúlega ánægð með þetta!
já það eru stór plön fram undan, meira að segja búin að ákveða nokkrar ferðir.
Hvanndalshnúkur um hvítasunnu
Laugarvegurinn í lok júní vonandi
Reykjafjörður - Látrabjarg í lok Júlí

og svo fullt fleira
nyjasta hugmyndin er nú að fara til frakklands í lok mars á burton all girls camp í 5 daga, ekki búin að taka ákvörðun en mjög spennt samt!!!

7.2.07

jæja datt í hug að fara að blogga á ný. lofa samt engu.
ýmislegt í uppsiglingu sem hægt væri að blogga um og svo líka svo rólegt hjá mér í vinnunni, gæti alveg gert það þar, sjáum til hvað setur.
næst á dagskrá:
7.feb - út að borða á domo með versló stelpum
8.feb - kynning á hvannadalshnúks ferð með ferðafélaginu, bootcamp, matur til hrefnu frænku í nýju íbúðina hennar í núpalind
10.feb - binni að útskrifast frá bifröst og matur og fínerí hjá þeim í nýju íbúðinni þeirra í blásölum
12.feb - út að borða á icelandic fish and chips (frábær staður, mæli eindregið með honum)
16-17.feb - bústaðaferð með liðinu mínu í grímsnes

...þetta er svona næstu daga og svo í framtíðinni er það þetta:

2.jún - hallbera og smári gifta sig
16.jún - helga planar að eignast lítið barn þennan dag

jún-júl-ágú: fullt af gönguferðum um íslandið góða og hugsanlega eitthvað út fyrir landssteinana líka!!

loksins núna er íbúðin hérna hjá okkur magga komin í lagi, búið að setja öll gólfefni og mála allt en þetta er búið að taka um 9 mánuði!!! ekkert sérlega spennandi tíimi en hvað um það

jæja meira síðar, eða sjáum til hvað setur.. þ.e. ef einhver kíkir hérna inn ennþá???

kveðja