28.6.06


Ég er að fara á hornstrandir ligga ligga lá!!!:)
og mig hlakkar geggjað til, höldum af stað vestur á bolgunarvík eftir vinnu í dag, svo ætlar guðbjartur bróðir binna kærasti helgu að skutla okkur út eftir eitthvað í jökulfirðina, líklegast í veiðileysufjörð. þaðan ætlum við svo að byrja að labba snemma á fimmtudagsmorgun, þurfum að ná fjöru kl. 5 þannig að já það verður snemma. löbbum yfir í hlöðuvík, svo á hornbjarg og eitthvað þarna um, verður svo sótt með flugvél á laugardagseftirmiðdag og gistum í bolgunarvík eina nótt og svo heim aftur á sunnudag!!
spáin er bara nokkuð góð fyrir okkur:
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Hægviðri og léttskýjað um norðanvert landið fram eftir degi en þykknar smám saman upp með hægt vaxandi austanátt um landið sunnanvert, 8-13 m/s og rigning með kvöldinu. Austan 8-13 m/s og víða rigning í nótt. Suðaustanátt á morgun, 3-8 m/s og víða léttskýjað norðantil á landinu, en 5-10 m/s og skúrir sunnantil. Hlýnandi veður 12-18 stig að deginum, hlýjast norðanlands.
Á föstudag: Austan- og suðaustanátt 8-13 m/s og rigning um sunnan- og austanvert landið en úrkomulítið norðan- og norðvestanlands. Hiti 10-18 stig, hlýjast norðanlands. Á laugardag: Sunnan strekkingur og rigning austanlands fram eftir degi en annars norðvestanátt og skúrir. Kólnandi veður einkum norðvestantil.

Smá rigning ætti ekki að skaða neitt en lítill vindur og hlýtt og það er nóg fyrir okkur. Helga, Binni og mamma ætla sem sagt með og veður dúndurstuð hjá okkur!!!
Maggi er að vinna á miðvikudag og fimmtudag og er að fara í jarðarför á fimmtudag og kemst því ekki með en annars er hann að byrja í sumarfríi (langþráðu) núna 1.júlí!!!
Hann verður í fríi allan júlí og ég tek svo tvær vikur frá 15. júlí og þá verður gert eitthvað skemmtilegt, meðal annars er laugavegurinn á planinu þarna strax, 15 til 18 júli ef einhver hefur áhuga á að koma með þá er það minnsta mál.
Jæja, ég set svo inn myndir frá síðustu helgi og hornströndum eftir helgi!!
Bless í bili,
eg

26.6.06

Helgin búin.
fórum norður á föstudagskvöld, alla leið að finnastöðum í eyjafirði, fengum þar gistingu á túninu hjá svönu og fjölskyldu en svana er með höllu í skóla á hvanneyri.
gengum á kerlingu á laugardag, 9 manns saman plús tveir hundar, týra og monsi, og gekk vel en hægt komumst ekki allaleið á toppinn sökum lélegs undirbúnings!:S
tökum þetta bara næst;)
vorum 9 tíma á ferðinni í glampandi sól og blíði og fengum heldur betur að kenna á því, flestir sem voru á stuttbuxum brunnu á kálfum og aftan á lærum aðrir brunnu á höndum og í andliti en bara gaman að því, það fylgir svona ferðum.
ætluðum svo að skella okkur í sund á akureyri eftir gönguna en nei nei engin sundlaug opin á akureyri né í nágreninu, allt lokað kl. 18 á laugardögum á sumrin takk fyrir, munið það!!!
komumst samt í sturtu á tjaldstæðinu hamri og það var gott/vont sökum bruna!
grilluðum kjöt og hamborgara og fórum að sofa um kl 1, allir mjög þreyttir en sáttir, höfðum ekki einu sinni list á eftirrétt!!
vöknuðum og lögðum af stað á mývatn um 10, ætluðum að vera snemma á ferðinni því ásgeir þurfti að vera mættur í matarboð í bæinn kl. 6 en keyrslan að hellinum tók aðeins lengri tíma en áætlað var og vorum við komin í hellinn um 13.30, til að komast inní hann, lofthelli, þurfti að skríða í gegnum frekar þröngt gat og því miður komust ekki allir þar í gegn. þeir sem komust fengu að sjá mjög flottan hellir, stór og mikill með ísmyndunum. komum uppúr honum um 3 og þá vorum við orðin svoldið á eftir áætlun þannig að það var ákveðið að gefa skít í hana og kíkja á grjótagjá en á leiðinni þangað tókst höllu að aka á járnbút sem var falin út í kanti og gera stórt gat á dekkið!!:(
frekar leiðinlegt en á meðan þau skiptu um dekk og kíktu svo á gjánna fórum við sara og heilsuðum uppá sveinborgu sem var í reykjahlíð með hóp af ferðamönnum á leiðinni í kringum landið!!
en á mývatni voru fullt af flugum eins og nafnið ber til kynna, ógisslegt!!
héldum svo loksins af stað heim á leið frá mývatn um kl.18 og lentum í rkv um kl. 2 eftir mjög góða ferð á norðurlandið en þá átti halla með útlendingana eftir að keyra í tvo tíma, vonandi gekk það vel hjá henni, geri ekki ráð fyrir öðru!!
annar er næsta helgi nú þegar plönuð, ætla að skella mér á hornstrandir með helgu og binna á miðvikudagsköldið og ganga þar um fram á sunnudag, ekki alveg ákveðið hvert við göngum nákvæmlega en það kemur fljótlega í ljós.

meira seinna... :)

21.6.06


það eru greinilega ennþá einhverjir sem hafa á trú á mér og kíkja hérna inn þannig að ég held áfram að skrifa!!
var að kaupa mér nýtt hjól og er rosalega ánægð með það, fékk það á í markinu, dömuhjól með stillanlegu stýri þannig að ég get fært það fram ef ég vil vera meira svona fjallahjóla!!!
og að því tilefni er ég búin að hjóla í vinnuna í gær og í dag og er stefnan sett á að halda því áfram eitthvað, lofa nú engu en geri mitt besta.
næstu helgar eru nú þegar planaðar og er nú best að einbeita sér bara að einu í einu þó þetta sé allt saman mjög spennandi.
næstu helgi er ég að fara norður með ferðafélaginu tæfunum og er stefnan sett á að klífa 5 toppa á laugardeginum, þar á meðal súlur og kerlingu (1540 mys) sem er hæsta fjall eyjafarðar og svo á sunnudag á að kíkja á lofthellir sem er einhversstaðar nálægt mývatni, hellir á 5 hæðum og 370 metra langur, enginn annar hellir til á svo mörgum hæðum hér á íslandi!!
spáin er góð fyrir laugardaginn allavega, allt að 18 stiga hiti þannig að þetta litur bara mjög vel út allt saman!!!
allir velkomnir með,farið verður á einkabílum og gisting á eigin vegum, skráning í síma 845-9233!!;)

nú er maggi bara í tiltekt í vinnunni því það leiðinlega atvik gerðist að það urðu vatnsskemmdir á laugarás, þegar menn mættu í vinnu á sunnudagsmorgun var staðurinn eins og gufubað og þurfti að dæla sjö og hálfu tonni af vatni uppúr kjallaranum, allur matur og drykkur ónýtur og eitthvað af tækjum líka!!
frekar leiðinlegt það allt, en þeir eru alveg tryggðir í topp þannig að það er allaveg í lagi. maggi er sem sagt bara búin að vera að þrífa og taka til þarna í vikunni og verður staðurinn væntanlega ekki opnaður aftur fyrr en í næstu viku.
við fórum til helgu og binna að horfa á leikinn í gær og fórum á sushi take away stað sem er ný opnaður niðri við höfn, eða rétt hjá sægreifanum þeir sem vita hvar hann er, alveg meiriháttar gott sushi á fínu verði, mæli með því fyrir þá sem fíla sushi, pabbi meira að segja borðaði 10 bita!!!

jæja meira síðar...
Elsa

20.6.06

Inga Rós, Pétur og Íris Björg innilega til hamingju!!!
Fékk þessi skilaboð áðan:
Lítill prins fæddist kl 01.04 í nótt. 4670 gr og 54 cm. Öllum heilsast vel!!!

Glæsilegt hjá ykkur!!

19.6.06

Er ekki best að skrifa smá fyrst ég er í stuði.
ýmislegt gert síðan síðast, ekki hægt að sitja auðum höndum!!;)
reyndar finnst maggi stundum aðeins of mikið að gera hjá mér en mér finnst það ekki neitt!!
hvannadalshnúkur var alveg meiriháttar eins og hefur komið fram nú þegar, bæði helgina á undan og eftir hvítasunnuna voru frekar leiðinlegar og leiðinlegt veður þannig að við vorum mjög heppin þó það hafi verið 250 manns þarna, en við komumst alla leið!!!
líðanin eftir gönguna var bara mjög góð og helgina eftir var stefnan tekin á fimmvörðuháls með 11 öðrum félögum og vinum, löbbuðum vestan megin við skógaá á laugardagsmorgni um kl. 11 og vorum komin í bása rétt rúmlega 21 um kvöldið þannig að 10 tíma ganga þar og gekk allt rosalega vel. veðrið var fínt, logn og hlýtt en smá þoka og rigning en leiðsögumennirnir stóðu sig með prýði og leiddu okkur í gegnum þokuna (voru 4 leiðsögumenn með í för!!;)
allir stóðu sig vel og vil ég hrósa sérstaklega þeim hugrúnu, sigrúnu og ingigerði en þær höfðu aldrei farið í svona langa dagsgöngu áður, til hamingju stelpur!!!:)
síðan var grillað í mörkinni og fengið sér smá bjór og svonna, bara gaman að því.
vöknuðum svo á sunnudagsmorgun í mígandi rigningu og var þá bara drifið sig af stað í bæinn með viðkomu í lóninu!!!
eins og flestir vita þá er búið að rigna ansi mikið á okkur hérna á klakanum undanfarið þannig að best er bara að halda sér innandyra!!
gerðist svo sem ekkert spennandi í vikunni sem leið nema hvað að íbúðin hans magga er orðin fokheld mætti segja, en það kom upp leki sem er nú búin að vera að gerjast síðan um jól væntanlega og var verið að gera við hann á föstudag og kom þá í ljós að parketið í allir íbúðinni er ónýtt lika og var það rifið af og núna er bara verið að þurrka steypuna þar til það má leggja nýtt parket og getur það tekið alveg mánuð eða meir þannig að við fluttum bara til mömmu og pabba á meðan!!
á 17 júní fór ég í bústaðinn í grímsnesinu og hjálpaði til við að sníða og smíða pall!!
ótrúlega stolt af því!!!
fór svo aðeins í bæinn um kvöldið í algjöran reykjarmökk, hlakka svo til þegar það verður bannað að reykja á pöbbum og veitingastöðum!!!:)

jæja, meira síðar...
farin að vinna!
nyjar myndir á myndasíðu, endilega kíkið!!
Elsa

6.6.06



tveir póstar á dag kemur skapinu í lag!!!:)
langaði nú bara að láta ykkur vita að þann 3 júní 2006, laugardag, náðum við helga og binni toppnum á íslandi, þ.e. hvannadalshnúk sem erí 2110 metra hæð yfir sjávarmáli kl. 1300. þetta tókst okkur ásamt 250 örðum íslendingum sem gengu á hnúkinn þennan dag (reyndar voru þarna einhverjir útlendingar lika)
gangan gekk í alla staði alveg rosalega vel, yfir fararstjóri var haraldur örn pólfari og held ég að sumir séu hreinlega orðnir ástfangnir af honum eftir þessa ferð svo aðdáunarverður er hann. hann gekk mjög hægt en örugglega alla leiðina upp með þessa 132 sem voru í hópnum okkar og höldum við að þetta hefði ekki tekist án hans, takk fyrir haraldur. svo náttlega átti veðrið alveg stóran þátt í þessu öllu saman en það hefði hreinlega bara ekki getað verið betra, sól og logn nánast alla leiðina nema smá gola á toppnum og svo smá ský inná milli sem ekki var hægt að kvarta yfir.



ferðin tók hjá okkur nákvæmlega 12 klst og 40 mín en þeir síðustu í hópnum voru um 15 klst að þessu, helga brenndi um 4500 kalóríum og binni um 9000!!!
ég var ekki með mæli þannig að ég veit ekki hversu mikið fór
við vorum öll bara frekar hress daginn eftir, engir verkir eða strengir að ráði en maður var auðvitað svoldið þreyttur eftir svona langa göngu og lítinn svefn nóttina á áður en við keyrðum að svínafelli á föstudagskvöld, vorum komin þangað um 10, farin að sofa um 11 og vöknuð aftur kl. 3!!
en ætla ekki að skrifa meira í bili, setti inn myndir á myndasíðuna og svo minni ég á fimmvörðuháls næsta laugardag, allir velkomnir með bara hafa samband!!
ELSA
ég komst á toppinn!!!:)

1.6.06


jæja best að láta aðeins heyra í sér.
nú er allavega ekki hægt að segja að sé ekkert búið að vera að gerast því það er sko mikið búið að gerast.

fór í lokaferð með gönguleiðsögunemum um austanvert snæfellsnes í 5 daga, frá miðvikudegi til sunnudags, ferðin tókst í alla staði alveg frábærlega, vorum mjög heppin með veður þó það hafi verið frekar kalt þá var þurrt allan tíman og bjart þannig að allir mjög sáttir.
nemarnir stóðu sig allir vel að mati kennarans og stóðust ferðin allir saman, við fórum 11 saman, þar af einn kennari, 5 dagar sem voru skiptir á nemana þannig að hver og einn fékk að leiðsegja og stjórna hópnum í hálfan dag!
hápunktur ferðarinn var væntanlega haförn sem við sáum á leiðinni og sveimaði hann yfir okkur í smá stund og var þetta akkúrat þegar ég var leiðsögumaður, þannig að ég fékk stóran punkt fyrir það!!!;)
annar hápunktur var við endastað en pabbi minn sem keyrir stundum fyrir hópbíla bað um að fá að sækja okkur og mætti og mamma með honum með þvílíka veisluna handa öllum, nýbakað brauð, kleinur, skúffukaka, ostar, vínber, kaffi, kakó og fleira, svoldið fyndið þar sem allir voru búnir að vera að ræða það hvað þeir ætluðu að borða af afgangs nestinu þegar við kæmum í rútuna!!
þannig að annar stór plús í kladdann fyrir mig, TAKK FYRIR MAMMA MÍN!!!:)
á miðvikudeginum eftir ferðina var síðan útskriftin og vorum við 8 manns sem útskrifuðumst af göngleiðsögn en um 35 af leiðsögumannabrautinni í heild.
um kvöldið var svo grillveisla í vinnunni minni, deildinni minni, sem við maggi mættum í og við vorum 11 saman þar og tókst veislan alveg frábærlega, frábært fólk sem ég er að vinna með!!
sama kvöld var líka partý í skólanum heima hjá einum til að fagna útskriftinni og fór ég þangað um 1.30, það var svo gaman í vinnu partýinu að ég gleymdi alveg tímanum, ætlaði að vera farin í seinna partý mikið fyrr!!!
en kvöldið í heild alveg stórkostlegt!!!
to be continued.....

elsa