29.3.04

hallo hallo og godan daginn kaeru islendingar...
fretti ad tad hefdi snjoad a ykkur i gaer, er tad satt???
vona ad tad hafi bara verid gaman fyrir ykkur!!
eg er nuna stodd i auckland og a flug til astraliu a morgun, er herna bara ein og nenni ekki ad gera neitt, bara ad eyda timanum i ekkert.... eda ju ykkur nattlega!!;)
lagdi af stad fra nelson a fimmtudag, for ta til rotorua og gisti tar sidan forum vit til hot water beach sem er strond og madur grefur holu i sandinn tar og ta kemur upp mjog heitt vatn, svo leggst madur bara tar og stekkur svo uti sjo til ad kaela sig eda bidur eftir ad hann komi til manns i holuna....
svo hitti eg kristjonu ernu og arna a laugardag og var ad keyra um tetta svaedi med teim, vid gistum oll saman i tjaldi a laugardagskvold og ekkert sma tjald sem tau voru med....
nema hvad vid akvadum ad kikja a djammid tar sem vid vorum sem var bara mjog fint en tad lokadi allt kl. 1 og ta forum vid heim en vorum ekkert alveg i girnum ad fara ad sofa tannig ad vid settumst inni eldhusid a tjaldstaedinu og vorum bara ad hlutsa a tonlist og spjalla og svona....
sidan kl. 8.30 a sunnudagsmorgun kemur eigandi tjaldstaedisiins ekki alveg anaegdur, rak okkur a faetur og var ad rifast yfir ad vid hefdum vakid upp fullt af folki um nottina!!!
ekkert vid tvi svo sem ad gera ad svo stoddu tannig ad vid tokum bara saman, frekar treytt og forum...
nuna er eg ja komin til auckland og tad er bara fint, hlakka bara til ad fara til astraliu og hitta rebekku sem er eg er ekki buin ad hitta i eitt og halft ar held eg!!!
tad verdur bara gaman....
ja og hallbera min ta er allt i lagi to ad brefid fari ekki i post fyrr en i lok april, eg fer reyndar til nelson i einn dag 17 april adur en eg fer upp jokul en ta aetla eg bara ad borda paskaeggid mitt, tvo tvott og hvila mig!!!
jaeja, ekki meira i bili....
endilega sendid mer kvedju....
ykkar Elsa

24.3.04

að leggja af stað til aussie...

Langaði bara að kasta á ykkur smá kveðju áður en ég held af stað í ferðalagið mitt til Ástralíu!!
Var að klára í dag guiding kúrsinn og gekk það bara mun betur en ég átti eiginlega von á, veit allavega að ég náði alveg og það er gott!!!
Ég fæ far á morgun frá nelson og til picton þar sem við tökum ferjun yfir til wellington og svo höldum við eitthvað áfram áleiðis til auckland á fimmtudag og endum þar vonandi á föstudag en það er alveg 10 klst keyrsla þangað uppeftir.
Ég verð svo 3 nætur í auckland og flýg svo til ástralíu á þriðjudaginn í næstu viku. Ég finn væntanlega eitthvað netkaffi í auckland og skrifa nokkrar línu þá en eftir það lofa ég engu.
Jæja, ég vona að þið hafið það öll rosalega gott, því ég hef það alveg meiriháttar hérna og ég hlakka til að heyra frá ykkur og ykkar ævintýrum, hvar sem þið eruð í heiminum!!!
Kveðja, Elsa

22.3.04

alveg að verða stór...

Halló halló...
Allt gott að frétta frá útlandinu, bara frekar leiðinlegt hvað allir sem ég þekki eru að tala um skíðaferðir og snjó og hérna er enginn snjór... en það fer alveg að lagast hjá mér því eftir 4 vikur verð ég komin uppá Franz Josef jökul hérna í nz og verður það bara gaman, gögnuferðir upp og niður jökulinn í 19 daga samfellt!!!
Og svo náttlega er það 2 mánaða snjóbretti í ágúst og september, ekki leiðinlegt það!!
Annars var ég að tékka á verði á flugi fyrir þau sem eru að koma til mín í júní og kostar flugið ekki nema 70.000 kr frá london via la og tel ég það vera bara nokkuð gott en þetta er náttlega á low season tíma þannig að þeir sem hafa áhuga endilega hafið samband!!!;)
Annars er nú lítið búið að gerast síðan síðast.. sólin skín jú ennþá hjá mér maður bíður bara eftir að rigningin komi aftur en svo er ég náttlega að fara til ástralíu fljótlega og vonandi rignir ekki mikið þar!!
Já bara svo þið vitið þá er planið hjá mér að fara til wellington á fimmtudag og þaðan til auckland á föstudag þannig að ég verð í auckland fram þriðjudag en þá á ég flug til ástralíu svo verð ég þar í 3 vikur tæpar, flýg til auckland aftur 16.apríl og frá auckland beint til nelson, hef einn dag til að taka mig til fyrir glacier hiking og fer þangað að morgni 18 apríl sem er víst páskadagur og eftir það verður ekki mikið bloggað þangað til ca 5 maí!!! Og ég lofa engu á meðan ég er í ástralíu heldur, veit ekkert hvort það verði einhver tími í tölvustúss!!!
Þannig að ég hugsa að það komi engar myndir hérna inn, eins og ég var víst búin að lofa einhvern timan, fyrr en í maí!!
Helgin var annars bara góð, róleg heit á föskv. Og á laugardag skellti maður sér aðeins á ströndina og svo var partý á laukv. Því 3 úr bekknum áttu afmæli og var haldið uppá það!!!
Svo á sunnudaginn flutti Ai, sú japanska, loksins inn til okkar þannig að núna búum við 4 saman í frekar lítilli íbúð en það er allt í góðu og svo kom bróðir hans petters og kærastans hans til okkar á sunkv og gistu hjá okkur en þau eru búin að vera að ferðast um asíu í um 3 mánuði.
Bróðir hans er mikill fjallakall og hefur verið slatta í chamonix og spurði mig náttlega hvort ég þekkti einhverja klifurgaura frá íslandi, og kom í ljós að ég þekkti þá sem hann var að tala um, jón heiðar, himmi, jökull og svo einhverjir fleiri. Annars held ég að jón heiðar sé bara orðin frekar þekktur í heimi adventure sports því að um daginn voru strákarnir að skoða eitthvað kayak blað og þar var mynd af goðafossi og einhverjum kayak gaur þar og jú jú mikið rétt, paddler: jon andresson!!!
Svo var ég á smá búðarölti á laugardaginn og fann ég ekki bara bol merktan Nikita!!!
Við erum alveg að verða frekar stór í þessum heimi, gaman að því!!!
Hummm... veit ekki meira í bili....
Þangað til næst....
Elsa

18.3.04

Jæja jæja loksins loksins fáið þið að heyra eitthvað frá mér.. vonandi voruð þið að bíða eftir því!!!;)
Það er bara búið að vera ótrúlega mikið að gera hjá mér í vikunni í tíminn bara flýgur áfram. En ég ætla náttlega að byrja á síðustu helgi, hún var náttlega bara góð eins og flestar helgar eru!!
Eins og ég var búin að segja ykkur þá fór ég til Hokitika sem er bær á vesturströndinni til að vera viðstödd “Wild Food Festival 2004” sem er víst árlegur viðburður hérna. Ég, Liz, Matt (sem ég bjó hjá í byrjun) og Katie (vinkona þeirra) lögðum af stað frá Nelson um kl. 18 á föstudagskvöld og keyrðum í um 4 klst þangað til við komum til Hokitika. Við gistum hjá systur Liz sem býr þarna en hún á 3 systkini sem búa á þessu svæði. Þetta var svona eiginlega útí sveit, allavega alveg 5 mín akstur til Hoki og hjá þeim hjónum var bara allt í boði, ískápurinn opin og maður hjálpaði sér bara sjálfur og svo var þarna leik herbergi með pool borði, sjónvarpi og græjum og peningaspilakassa og svo síðast en ALLS ekki síst þá voru þau með bar, og ég meina alvöru bar, allt til!!! Reyndar náði ég ekki að nota hann neitt því miður!!:(
Á laugardag var síðan haldið til hoki á festivalið og þar var komið saman um 20.000 manns (það búa um 5000 manns í bænum) og var þarna alveg þvílíkur eyjafílingur í manni nema það var sól, engin rigning. Tilgangurinn með þessu festival held ég að sé að hella alla fulla til að fólk smakki frekar það sem er í boði, allavega var annar hver bás með eitthvað áfengt í boði. Það sem ég smakkaði hins vegar var: snigill, froska blanda(áfengt skot), áll, sverðfiskur, dádýr, paua kjöt (nýsjálenskur fugl), engispretta (steikt), nautatippi, strútakjöt, huhu orm(ormur sem lifir í trjám, fékk bæði steiktan og svo einn lifandi, mjög gott!!;) ), sporðdreki (steiktur), og svo örugglega eitthvað meira sem ég man ekki!!!
Allavega þá voru liz og matt að bjóða mér allt saman og mjög ánægð með að ég væri til að prófa allt en katie þorði varla að prófa neitt sem mér finnst frekar dapurt!!
Svo voru náttlega allskonar skot inná milli og vín og bjór og svona þannig að mannskapurinn var orðinn frekar hress um 6 þegar öllu var lokað. Þá var bara haldið í bæinn og drukkið meira en ég var mjög skynsöm drakk ekki mikið, allavega man ég alveg eftir öllu!!!;) en að horfa á liðið sem var búið að drekka allan daginn í sólinn og hitanum minnti mjög á verslunarmannahelgi á klakanum!!!
Við vorum komin heim um miðnætti og þá voru bara allir frekar þreyttir þannig að það var bara skriðið uppí rúm fljótlega. Sunnudagurinn fór svo bara í keyrslu til baka til Nelson.
Vikan hjá mér er búin að einkennast af fróðleik um maori menningu en maori eru innfæddir hérna í nz. Við erum búin að fara í gönguferðir um nelson og skoða merka staði og gera ýmislegt tengt þeirra menningu, búa til tea sem hreinsar líkamann af öllu rusli, búa til vopn úr steini og timbri, og svo “fundum” við greenstone sem er svona heilagt eitthvað fyrir maori sem er líka hálsmen mjög flott og það var framkvæmt ógurleg trúarathöfn við það og mun þessi steinn vernda mig um alla ævi!!!J
Í dag er ég svo búin að sitja við tölvuna til að klára lokaverkefnið okkar sem er 4 klst ganga um Abel Tasman National Park með túrist og verður það framkvæmt á miðvikudaginn næsta, fróðlegt... alveg búið að vera frekar leiðinlegt en maður verður að vera jákvæður og bara klára þetta því það er svo margt skemmtilegt að gerast framundan!!!
Já og vá gleymdi næstum, Elfa systir átti afmæli 16.mars, TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ ELFA MÍN, ef þú lest þetta en vona að þú hafir fengið smsið mitt!!!

Jæja, farin í ræktina..... maður verður að koma sér í form fyrir glacier guiding kúrsinn því það verður víst ekkert grín!!!
Bið að heilsa.... Elsa

12.3.04

Kia Ora!!!
Kæru vinir og vandamenn..
Langaði bara að kasta á ykkur kveðju og aðeins segja frá því sem á daga mína hefur drifið að undanförnu.
Á mánudag fór ég með bekknum til Abel Tasman sem er þjóðgarður hérna rétt hjá Nelson, þetta er minnsti þjóðgarður Nýja Sjálands en jafnframt sá vinsælasti að ég held. Fyrstu evrópubúar sem komu til nz eru sagðir hafa komið þar við og nokkrir af þeim drepnir af innfæddum(maori) vegna einhvers misskilnings þeirra á milli. Við rölltum þarna um og þurfum öll að halda smá tölu um eitthvað merkilegt í garðinum en það er það sem þessi kúrs gengur út á... tala við túristana...
Við fórum nú ekki langt inní garðinn þar sem einn strákurinn er á hækjum og frekar erfitt fyrir hann að komast um (hann var í vinnunni, vinnur við sjóinn í kringum báta og var að hlaupa í sjónum til að komast í bátinn en steig þá á akkerið sem fór í gegnum ristina á honum!!!!!)
Það eru allir núna að undirbúa 2 klst fyrirlestur til að tala við um gesti sem við eigum að taka í túr um garðinn í síðustu vikunni.... mjög spennandi... eða ekki.. því við þurfum að afla heimilda náttlega og læra fullt utanaf, ekki gaman!!!
Síðan á þriðjudag fórum við í hellaskoðun, sem var frekar áhugavert, nema hvað að gætinn talaði eiginlega alltof hratt fyrir mig þannig að ég skildi ekki mikið.. við fórum einnig að skoða belju sem var inní einhverjum kofa, dauð, búin að vera þar í nokkur ár og ekki enn rotnuð, hún var þarna nánast í heilu lagi og enginn veit hvernig þetta er hægt!!! Áhugavert!!!
Í dag var svo farið í hangi, sem er svona traditional eitthvað fyrir maori, matur eldaður ofan í jörðinni, allskonar kjöt og grænmeti með reyk bragði, var ekki alveg að fíla það en alveg ætt samt og gaman að prófa eitthvað nýtt alltaf... finnst allavega íslenskt lambalæri grillað í holu mun betra!!!
Svo um helgina er ég að fara með mat og liz(fólkið sem ég bjó hjá fyrst) á wild food festival í hokitaka sem er lítill bær á vesturströnd nz. Þetta verður eitthvað mjög áhugavert því eins og nafnið gefur til kynna þá verður þarna á boðstolnum t.d. snákar, froskar, ánamaðkar, engisprettur og fleira spennandi væntanlega....
Segi ykkur betur frá því á mánudag!!
Já og því miður tókst ekki að setja myndir inn í vikunni vonandi í næstu!!!!
Meira seinna kæru vinir... og já það er alltaf gaman að fá kveðju frá ykkur líka!!!
Elsa

10.3.04

jæja allir saman, vildi bara láta vita af því að hann PABBI MINN Á AFMÆLI Í DAG, 10 MARS!!!
TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ BESTI PABBI Í HEIMI!!!
vona að þið skemmtið ykkur vel án mín við kvöldmatinn, ég er nú frekar svekkt en svona er þetta víst maður getur ekki verið allsstaðar!!!
meira seinna....

9.3.04

fyrirgefðu halla mín en ég gleymdi alveg afmælisdeginum þínum, en ég er búin að laga linkinn á þig í staðinn svona smá bót í málinu!!!
hún halla frænka mín í danmörku átti sem sagt afmæli þann 3 mars og ég náttlega gleymdi því alveg!!
annars er alveg fullt af afmælum framundan og mun ég segja frá þeim vonandi á réttum tíma....
meira seinna....

8.3.04

Jæja jæja guys nú er þetta allt að gerast...
En fyrirgefið náttlega í fyrsta lagi hvað ég er ekki dugleg að skrifa hérna, það bara nóg annað að gerast í lífinu mínu að ég nenni ekki alveg að sitja hérna við tölvuna alla daga eins og ég nennti heima áður en ég kom hingað!!!
Dagarnir líða alveg rosalega hratt hérna, samvistin í nýju íbúðinni gengur alveg rosalega vel, reyndar er sú japanska ekki flutt inn enn en hún kemur um helgina væntanlega. Sú sænska, Cc, er komin með kærasta og frekar erfitt að vera að horfa á þau alltaf eitthvað að kelast!!L
En hvað um það... það er smá breyting á dagskránni hjá mér framunan en ég er búin að ákveða að fara til ástralíu núna í byrjun apríl og hitta rebekku (var með mér í hr og býr núna í hong kong) þar og ferðast með henni og hennar félögum, vona að það verði rosa gaman, hún ætlaði að koma til mín og vera í viku og fara svo til ástralíu og vera þar í viku en ég ákvað bara að gera hlutina einfaldari og fara og hitta hana í ástralíu og ætlar hún að koma til nz í nóvember í staðin þegar ég er búin í skólanum og það er komið sumar hérna og munum við náttlega ferðast helling um þá.
annars eru mamma og pabbi og maggi að koma í byrjun júní, ég er í fríi frá skólanum í 7 vikur og ætlum við öll saman að byrja á að fara á eina eyju í karabíska hafinu sem heitir Rarotonga (hluti af cook islands) og vera þar öll saman í viku og fara svo þaðan til nz og ferðast um í svona 2 vikur eða eins og við nennum en þá fara mamma og pabbi aftur heim og maggi verður eitthvað lengur, en það á eftir að koma í ljós hvað hann ætlar að vera lengi hérna hjá mér.
Annars var helgin hjá mér bara góð, fór á tónleika með nz hljómsveit sem heitir Almuno P sem var reyndar ekkert alveg æðislegt, fullt að 15 ára gelgjum hlaupandi og öskrandi um allt. Síðan á laugardag fórum við nokkur saman til murch á buller festival og horfðum á slalom þar sem bestu slalom kayak gaur landsins voru að reyna að ná lágmarkinu fyrir ólympíuleikana, ég vissi ekki að það væri keppt í kayak róðri á ólympíuleikunum en það er víst!!! Og svo var náttleg partý um kvöldið og svo rodeo keppni á sunnudag sem var reyndar ekkert sérstök, svo fáir gaurar sem gátu virkilega gert eitthvað, hinir bara sigldu í gegnu og gerðu ekki neitt!!
Svo er jú myndir væntanlegar, vonandi í þessari viku en ég lofa engu.
Farin heim núna, að fá mér eitthvað gott að borða og svo að sofa fljótlega eftir það því helgin tók jú pínu á!!!
Meira seinna fallega fólk!!!;)

2.3.04

ég er flutt!!!
sjá nýtt heimilsfang hérna fyrir ofan og símanúmer þannig að ef ykkur vantar gistingu núna í Nelson þá hafið þið bara samband!!! ;)
annars lítið að gerast, bara hanga hérna í skólanum að gera einhver verkefni, frekar dautt...
fer væntanlega eitthvað útúr bænum um helgina sem verður bara gaman ef veðrið verður gott, væntanlega fer ég til murchison þar sem ég var í raftingu en þar verður svokallað buller festival þar sem saman koma slatti af kayökurum og raftörum til að keppa í rodeo og slalom... og sjálfssagt verður einhverjar kollur teknar í leiðinni...
meira seinna kæru vinir..

1.3.04

Héðan í frá mun ég skrifa alla mína bloggtexta fyrst á word skjal og setja þá síðan inn á bloggið til að forðast allt vesen....
Ýmislegt að frétta héðan annars, síðasta vikan í raftinu var bara frekar góð, við höfum alltaf farið á sama staðinn að rafta þannig að það breyttist ekki neitt nema á miðvikudag var haldið í overnight rafting trip sem er hluti af þessu námskeiði þar sem við eigum að skipuleggja allt sjálf, pakka dótinu í þurrpoka og slíkt og festa það í bátana og svo sigla með þá. Þetta gekk allt rosalega vel en ég var samt ekki alveg klár á því hvert nákvæmlega við værum að fara né hversulangan tíma þetta myndi taka hvorn daginn. Allavega þá kom það fljótlega í ljós, fyrridagurinn (sem betur fer var sólríkur og heitur) röftuðum við í 2.5klst á mjög rólegu “vatni” mesta lagi grade 2 varla það samt, komumst á staðinn þar sem átti að tjalda og sofa þegar klukkan var um 3, en alltof stuttur dagur en það voru teknar nokkrar sundæfingar áður en allir fóru í það að koma sér fyrir sem var bara mjög gott, svo var eldað og borðað og spjallað og bara gaman... farið að sofa um 10. vaknað á fimmtudagsmorgun um 8 morgun matur, komumst að því að við höfðum gleymt hádegismatnum sem var náttlega mínus í kladdan (fannst líka frekar skrítið hvað maturinn allur tók lítið pláss) svo var pakkað saman og haldið af stað, ennþá mjög gott veður, ótrúlegt en satt því það er búið að rigna alveg óvenjumikið hérna síðan ég kom. Þann daginn röftuðum við í 1.5klst í grade 2 vatni og búið, ferðin búin, frekar lélegt fannst mér en hvað um það, mjög gaman samt.
Í gegnum allt þetta námskeið fást “jug fines” (=kaupa bjór á línuna) ef maður gerir eitthvað sem maður á ekki að gera eða gleymir einhverju eða annað slíkt, því var ákveðið að taka út þessar “jug fines” á fimmtudagskvöld, við vorum 10 saman í þessum námskeiði og okkur tókst að safna saman 15 jug fines þannig að það var slatti af bjór og tókst okkur að klára hann allan......segi meir um það!!
Föstudagur var svo síðasti dagurinn, allt klárað og fengum að vita hvernig við stóðum okkur og held ég að allir hafi náð, bara með mismunandi einkunn, A B eða C; hugsa að ég fái svona C sem er fínt finnst mér!!
Komum heim á föstudagsseinnipart og viti menn, það var rigning í Nelson, ótrúlegt en satt þannig að ég gerði nú ekki mikið á föstudagskvöld nema að kíkja á netkaffi og fékk mér kaffibolla með liz og mat (og þau eru skrítið par skal ég ykkur segja, það er sko engin spurning hver er foringinn þar!!). laugardagur, líka rigning, fór samt í bæinn með cc og chris (bæði sænsk, cc býr með mér) og við fengum okkur kaffi og spiluðum pool og horfðum á rigninguna og engin smá rigning...
Laugardagskvöld var partý hjá nokkrum úr bekknum, þannig að ég og svíarnir hittumst og elduðum saman og fórum svo í partý sem var bara hin mesta skemmtun og það var loksins hætt að rigna!!! Bjór, pool, dansidans og fleira....
Sunnnudagur, loksins sól!!!
Ég og Cc fórum og skoðuðum íbúð sem við vorum að spá í að taka á leigu og erum búnar að ákveða að gera það og flytjum þangað í vikunni ásamt Ai sem er frá Japan þannig að það verður bara fínt, ekki að ég hafi verið eitthvað óánægð á hinum staðnum bara svona betra að hafa sitt eigið húsnæði og svona meira privacy og ef einhverjir eru að koma í heimsókn og svona er það mikið auðveldara, svo er þetta mun nær miðbænum og við hliðina á supermarkað þannig að það er bara gott!!
Talaði við hann magga minn í smá stund um hádegið og var það náttlega bara gaman, hann ætlar að koma til mín í júní og vera hjá mér eins lengi og hann getur.
Svo ætla mamma og pabbi líklega að koma líka í júní/júlý einhvern tíman en ég er í fríi frá skólanum í 7 vikur þarna eða frá 3 júní til 26 júlí!!!
Ég byrjaði á nýju námskeiðið í dag en það er um að læra að guida, safna saman upplýsingu og halda tölu fyrir framan túrista; þetta þýðir að ég verð based hérna í nelson næstu 4 vikurnar en við gerum náttlega það besta úr þessu og ég reyni bara að fara eitthvað í burtu um helgar og eru næstu 2 helgar nú þegar planaðar.
Svo ætlar Rebekka, vinkona úr HR, að koma til mín í heimsókn í vikur til 10 daga í byrjun apríl og verður það alveg splendid, en eftir þetta námskeið núna er páskafrí í 3 vikur.
Jæja þetta er sko alveg komið nóg í bili fyrir ykkur...
Alltaf gaman að fá eitthvað frá ykkur líka, þið sem lesið þessa vitleystu....
Þangað til næst!!!
Elsa