27.11.03

Núna er sko gaman... var að koma úr bláfjöllum, þar er bara búið að opna lyfturnar, ekki allar reyndar en einhverjar. við komum þangað 4 píur saman um kl. 20 en þá var akkúrat verið að loka lyftunum í suðurgilinu en við náðum barnalyftunni einu sinni upp og rendum okkur niður og þá voru bara allir farnir og ljósin voru slökkt. þannig að það varð dálítið dimmt, en við röltum samt upp nokkrum sinnum og renndum okkur nokkrar ferðir... mjög gaman, endilega allir sem mögulega geta, skellið ykkur í bláfjöllin um helgina, á víst að vera opið á laugardag, ef það byrjar ekki að rigna á morgun, þ.e.a.s.
annars er vikan hjá mér bara búin að líða frekar hratt, skellti mér í skvass í gær með hugrúnu, það var mjög gaman, hef ekki gert það áður, núna er það bara að æfa snerpuna og maður bara kominn í gírinn...
ég og maggi ætlum að skella okkur norður á morgun og vera þar fram á sunnudag, vinnan mín á sumarhús í aðaldalnum og ætlum við þangað og vona ég að það verði bara mjög afslappandi og gaman...
spáð snjókomu skilst mér fyrir norðan og kólnandi en það er svo sem ekkert verra.
jæja, bið að heilsa ykkur í bili kæru vinir og þið vitið að það er fyrsti í aðventu á sunnudaginn, já ótrúlegt en satt hvað þessi blessaði tími er fljótur að líða!!!
þangað til næst....
Elsa

23.11.03

Góða kvöldið kæru vinir...
Hér sit ég við tölvuna á sunnudagskvöldi og hef ekkert betra að gera, eða bara nenni ekki að gera neitt annað, enda fæ ég líka svo lítið að vera við tölvu þessa dagana sökum vinnugleði.
Bakrísvinnan mín gengur bara alveg rosa vel og finnst mér þetta alveg svakalega gaman, kannski ekki framtíðarstarf en skemmtilegt samt enda finnst mér svo gaman að mat!!;)
Helgin var bara mjög rólega hjá mér, á föstudag var ég að vinna frá 5.45 um morguninn til kl. 20.30 um kvöldið þannig að mín var dáltið þreytt eftir daginn og ekki mikið gert um kvöldið... aðeins horft á sjónvarp en ekki mikið meira. það var smá kveðjuhóf í vinnunni hjá bílaleigunni þar sem einn var að hætta og er að fara til bandaríkjanna í skóla, ég kíktið náttlega þangað en það var bara til að fá mér smá að borða þar semég var frekar svöng, en ég mætti að sjálfsögðu of seint og allt það besta búið!! :( á laugardaginn fékk ég loksins að sofa út!! og var það mjög gott.. vaknaði um 11.30 og dreif mig á fætur og skellti mér í ræktina en ég var nú ekki búin að segja ykkur frá strengjunum sem ég fékk í magann eftir síðustu ræktar ferð, þær voru sko rosalegar, gat varla hreyft mig í heilan dag vegna verkja, þannig að passið ykkur að taka ekki of mikið á ef þið eruð ekki búin að vera duglega að fara í ræktina í langan tíma. eftir ræktina skutlaðist ég eina ferð í kef á met tíma held ég bara, alltaf gama í kef skal ég segja ykkur!!!
svo var það bara vesturbergið og elduðum við sirrý okkur mat saman og horfðum á sjónvarp og borðuðum allt kvöldið, frekar kósí bara hjá okkur.
sunnudagurinn var bara svipaður og laugardagurinn nema ég fór í klifurhúsið í staðinn fyrir ræktina og gekk það heldur betur í þetta skiptið heldur en síðast. ég og sveinborg vorum þarna í miklum ham og mikill keppnishugur í okkur... en okkur tókst ekki að klára leiðina sem við vorum að reyna við en við tökum hana bara næst, æfingin skapar meistarann þið vitið.
Fyrir þau ykkar sem ekki vitið nú þegar þá er ég að fara til nýja sjálands í janúar og ætla að vera þar við "nám" í eitt ár. ég verð í stað sem heitir nelson og er norðarlega á suður eyjunni, ef þið vitið hvernig nz lítur út, og námið heitir adventure tourism og byggist aðallega á því að vera úti í náttúrnni og leika sér, hika, klifra, rafta, snjóbrettast og fleira í þeim dúr, ekki leiðinlegt það held ég.
ég ætla hins vegar að byrja á því að fara í heimsókn til hallberu og smára í noregi áður en ég fer til nz, en við ætlum sama í skíðaferð 19 til 24 jan til hemsdalen sem er eitt flottasta skíðasvæði norðmanna og hlakkar mig mikið til og ef einhvern langar að koma með þá bara endilega látið heyra í ykkur, erum búin að reikna út að þetta yrði ca. 50.000 með flugi og alles, það er nú ekkert rosalegt held ég!!!
jæja, bið að heilsa í bili.. og endilega látið heyra í ykkur ef þið hafið eitthvað fram að færa eða ekki.... bara að segja hæ, það skiptir öllu!!
hasta luego!!!

19.11.03

jú og svo vil ég endilega hvetja fólk til að skrá sig í gestabókina mína.. annað er bara ekkert gaman!!!
núna erum við bara að djóka því ég var búin að skrifa ykkur margar línur sem mér tókst að stroka bara út... svona einn tveir og bingó.. og get ekkii sótt það aftur.... þannig að ég verð bara að segja ykkur þetta aftur í fljótubragði...
1. löt að skrifa, mikið að vinna, enginn tími í annað
2. helgin
a) föstudag - rólegt, ekkert skemmtilegt gert
b) laugardagur- toefl próf um morguninn, gekk frekar vel; leti yfir daginn, partý í vesturbergi með singlesweathearts og svo hjá hugrúnu og matta (innflutningspartý) í grænumýrinni og svo niðrí bæ
c) sunnudagur - vaknað um hádegi, klifurhúsið með sveinborgu og aroni orra, gekk misvel hjá fólk enda í misjöfnu ástandi, borðað á vitabar og svo í vesturbæjarlaugina með aroni.. svaka fjör hjá okkur og mikill heilsudagur, fjölskyldustund í fagra um kvöldið.
já þetta var sem sagt það helst sem ég var búin að skrifa plús þakkir og hamingjuóskir til:
helga og binni > takk fyrir að keyra mig á laugardagskvöld
hugrún og matti > innilega til hamingju með íbúðina og takk fyrir mig á laugardagskvöld
sirrý > takk fyrir mig á laugardagskvöld og það er bara allt að gerast á síðunni þinni!!! geggjað....
hanna valdís > til hamingju með afmælisdaginn í dag!!!!

bið að heilsa ykkur í bili kæru vinir....

11.11.03

ok, fyrir þau ykkar sem ekki eruð á fróni þá bara smá upplýsingar til ykkar, hérna er enginn snjór, hvorki í fjöllum né fjörðum, aðeins á þeim stöðum þar sem hann á að vera, bara rigning og meiri rigning og um það bil 10 stiga hiti hvern dag... það snjóaði smá í síðustu viku í einn dag og þá var um -2 stiga frost en snjórinn var að sjálfsögðu allur farinn daginn eftir!! þannig virkar þetta víst hérna!!!
helgin hjá mér var nú frekar róleg.... ég ætlaði að vera voða duglega og fara þarna í bláfjöll á skyndihjálp eins og ég var búin að lýsa yfir en svo þegar ég vaknaði á laugardagsmorgun þá bara nennti ég því ekki.. þannig að ég lá bara í leti fram eftir degi, eldaði mér smá kvöldmat, æfði mig svo að taka practice test í toefl af því að ég er að fara í það á laugardaginn næsta (alþjóðlegt staðlað ensku próf fyrir þá sem ekki vita) og svo fór ég reyndar uppí bláfjöll um miðnætti... svaf þar í nokkra tíma í ruggandi skálanum því það var alveg brjálað rok og geggjuð þoka líka!!! svo átti að vera æfing fyrir nemendurna um morguninn og ég átti að vera sjúklingur ásamt fleirum og æfingin átti að vera úti, en þar sem það var svo mikið rok þá var ákveðið að hafa hana inni... æfing var keyrð 2x því þau voru svo mörg... ég var sem sagt "drepin" 2x mætti segja, en ég get þeim alveg séns, fyrsta æfing þeirra, þetta kemur vonandi bara hjá þeim!!!
sunnudaginn var ég áfram uppí bláfjöllum að aðstoða eitthvað smá þar...
á sunnudagskvöld bauð sveinborg mér svo í mat, afrískan pottrétt, sem hún lagaði að sjálfsögðu sjálf... 10 fyrir það!!! mjög góður matur og skemmtilegur gestgjafi!!!;)
annars er bara lítið í gangi.. bara vinna-borða-sofa...
svo eru reyndar alltaf fleiri að bætast i blogg hópinn, einn mjög skemmtilegur byrjaði allavega í gær og er kominn linkur á hann hérna til hliðar!!!
hilsen....;)

8.11.03

góðan daginn allir saman.. nú er maður bara vaknaður frekar snemma á laugardagsmorgni... er bara heima hjá magga í leti, á leiðinni samt uppí bláfjöll en er samt ekki alveg að nenna því. vildi bara rétt kasta kveðju á umheiminn fyrst. og já segja TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN INGA Í LUX!!! jú jú hún er víst 25 ára í dag skvísan. annars er nú bara lítið að frétta síðan síðast, horði á idol í gærkveldi þar sem ein stelpa frá blönduósi (alveg eins og ég) komst áfram, jibbííí... go landsbyggðin!!!
en ég er alveg að deyja úr leti, enda held ég að ég megi það alveg þar sem ég er búin að vera svo dugleg í vikunni... nenni ekki meir, bið að heilsa...

7.11.03

og það er komin helgi og ég er ekkert að vinna um helgina... veiiii!!!
hinsvegar var ég mætt í vinnuna kl. 6 í morgun og er að fara úr vinnunni núna kl. 18 þannig að þetta er búin að vera ansi langur dagur!!!
helging er já að koma hins og fyrr sagðist og skal henni eytt uppí bláfjöllum!!! en ónei ekki á skíðum eða bretti, því það er víst ekki hægt í 10 stiga hita heldur á að rifja upp skyndihjálp!!! takk fyrir, jú jú það er skyndihjálpar námskeið hjá flubbum um helgina og ætla ég fara þangað í fyrramálið (eða kannski um hádegi, fer eftir hversu auðvelt verður að fara á fætur) og koma ekki heim aftur fyrr en á sunnudagskvöld!!! það verður örugglega fínt, æfa sig að lesa, skrifa og læra, eitthvað sem maður hefur ekki gert í langan tíma!!
annars segi ég bara, verið duglega að commenta hjá mér og skrifa í gestabókina takk fyrir!!!
góða helgi!!!

6.11.03

váá... tíminn líður svo hratt. núna er maður að vinna alla virka daga frá 7 á morgnana til ca 7 á kvöldin og þegar maður kemur heim þá er maður frekar þreyttur og nennir hreint engu...
búin að vera á leiðinni í ræktina alladaga eftir vinnu en ekki farin enn en það gerist kannski einn daginn.. annars er bara voða lítið að frétta.. borðaði reyndar svið á þriðjudaginn sem var mjög gott, nauðsynlegt að fá svið svona einu sinni á ári allavega. ææ... ég nenni ekki að skrifa meir, bara seinna. sjáumst.

3.11.03

góðan daginn...og helgin er búin.. en það er nú ekki stutt í þá næstu!!! bara 4 dagar!!!
mín var nú bara nokkuð góð... datt í'ða (einmitt það sem ég ætlaði ekki að gera) en það er bara stundum ekki hægt að standast fíknina!!!
á föstudagskvöld var sem sagt afmæli á kaffi reykjavík og við maggi fórum þangað saman.. þar var hlaðborð, ekkert rosa girnilegt en ágætt samt og svo hvítvín, rauðvín bjór og eitthvað sterkt sem fólk gat bara gengið í eins og það vildi!!! þarna voru saman komnir sem sagt félagar hennar sari hérna úr ferðabransanum á fróni og svo vinir hennar og vandamenn frá úglöndum. maður þekkti nú ekki marga fyrir utan þá sem maður hittir svona nánast á hverjum degi í vinnunni en þetta var nú bara nokkuð gott þrátt fyrir það... sumir voru svo þreyttari en aðrir og sumir fullari en aðrir en við vorum nú bara komin heim á frekar skikkanlegum tíma eða um 2....
grey maggi er nú ekkert rosalega vanur drykkjumaður og þurfti að stoppa taxann tvisvar á leiðinni heim fyrir hann!!!:s og ég ætlaði að vera voða góð kærasta og segja engum frá þessu en svo bara strax á laugardag var hann farin að segja öllum frá þessu voða stoltur eða eitthvað þannig að ég segi ykkur þetta bara líka!!!
laugardagurinn var nú bara búðaráp og svo "horft" á handboltaleik seinni partinn meðan maður undirbjó sig andlega undir næsta djamm!!!
það var haldið á ránargötu og byrjaði frekar rólega en svo fór að færast fjör í leikinn þegar bjórinn var að verða búin... þetta var sem sagt vinnupartý í nýju vinnunni minni, til að kveðja stelpuna sem ég er að taka við... og tony snillingur kom að sjálfsögðu með gjöf handa henni sem var hjartalöguð eða kannski meira svona rassakinnar og svo bara píka!!!
hann er svo sniðugur!!!
úr partýinu fórum við svo á þjóðleikhúskjallarann en meiri hlutinn af liðinu var um og undir tvítugu og einn þekkti einhvern í dyrunum þar þannig að allir þangað....
það var bara nokkuð gaman... mikið dansað og djammað fram eftir nóttu. svo kom maggi elsakn mín að sækja mig um 5 held ég að klukkan hafi verið og við uppí vesturberg að sofa!!!
sunnudagurinn var svo bara algjör letidagur... ekkert merkilegt við það!!!
í dag hins vegar gerðust undur og stórmerki.. Elsa Gunnarsdóttir ákvað að þrífa bílinn sinn.. en henni til mikils ama setti hún tjöruhreinsir á hann sem hún hélt að væri bara allt í lagi þangað til að egill sagði "ætlarðu að bóna hann líka?" þá þarf maður víst að bóna eftir að hafa notað tjöruhreinsi.. þannig að ég bara varð að bóna hann í leiðinni.. en hann er svo lítill þessi elska að það tók nú ekki langan tíma!!
núna er ég hins vegar orðin frekar svöng og er að hugsa um að fara í heimsókn í fagrahjallann og sjá hvort það sé til eitthvað gott þar.. geri reyndar ráð fyrir að mamma sé í saumaklúbb en við skulum sjá til!!!
þangað til næst.....