9.5.05

fyrst ég fékk svona góðar viðtökur síðast, er þá ekki spurning um að halda áfram og reyna að vera duglegur, svona allavega meðan maður hefur tíma. ég er sem sagt ekki byrjuð að vinna ennþá þannig að ég er bara í róleg heitum heima, reyndar alveg full af kvefi í augnablikinu og svo er líka leiðinlegt veður þannig að ég sé eiginlega enga ástæðu til að vera að fara eitthvað út.
helgin var annars alveg ágæt hjá mér, byrjaði eiginlega þarna á miðvikudag þar sem það var frí hjá vinnandi fólki á fimmtudag, en allavega þá var smá vinnudjamm og svo var farið í bæinn á eftir. fimmtudagurinn var nú bara rólegur og svo á föstudag fór ég uppá langjökul í vinnu því það átti að vera stór hópur á laugardag og vantaði mannskap í það, nema hvað að hópurinn afpantaði á föstudagskvöld þannig að það var ekki mikil þörf fyrir mig á laugardaginn þarna og svo á sunnudag átti að ferja nokkra sleða og snjóbíl og trukk yfir jökulinn og átti ég líka að vera í því, nema hvað á sunnudagsmorgun þá mættu þarna bara 7 auka manns í þessa flutninga þannig að aftur var engin þörf fyrir mig frekar en ég vildi þannig að ég fór bara heim!!
en bara svona til að fræða ykkur aðeins um aðstæðurnar þarna í vinnunni hjá okkur þá er ekkert rennandi vatn, þurfum að taka allt vatn með okkur á brúsum þangað upp eftir, svo er kjalvegurinn (sem er reyndar ekki búið að opna ennþá) mjög slæmur yfirferðar og alltaf gaman að keyra þar og frá kjalvegi og upp að skálanum er allt á kafi í snjó þannig að við byrjum allar ferðir núna niðri við veginn. svo eru þarna líka hundasleðar en það er sko nokkuð sem ég myndi ekki vilja vinna við, það er 3 krakkar þarna að sjá um hundana, þau búa öll saman í einum econoline gömlum, þurfa að sofa þar og handa alla daga, fara reyndar með hundana í ferð allavega einu sinni á dag, sama hvort það eru túristar eða ekki. svo borða þau bara einhvern þurrmat og allt náttlega eldað bara á prímus og ekkert klósett né vatn þannig að þau bræða bara snjó og nota náttúruna sem klósett!! svo fá þau held ég 2 daga frí á tveim vikum!! og fá mjög lítil laun líka skilst mér enda tolla þau ekki lengi í þessu greyin, þetta eru yfirleitt danir, aldrei íslendingar enda mundi enginn láta bjóða sér þetta en þetta vilja þau og hafa gaman af!!!
við höfðum það nú aðeins betur!!!
en allavega svo á laugardagskvöld skelltum við okkur á geysi á ball með karma, þrusustuð alveg hreint!!!
á dansgólfinu voru bara pörheld ég hreinlega en þeir spiluðu alveg fín dansi lög en hættu bara alltof snemma. þetta var hin ágætasta skemmtun samt verð ég að segja.
ég var búin að plana að fara í hvítá um helgina og prófa nýja kayakinn minn en það gekk ekki upp vegna MIKILLAR vinnu hjá mér en vonandi bara sem fyrst já og svo var líka dáltið kalt á fös og lau og ég að drepast úr kvefi þannig að það hefði kannski ekkert verið neitt sniðugt.
jæja, vona að einhver nenni að lesa þetta og ef ekki.... þá skiptir ekki máli....
meira síðar...
elsa

Engin ummæli: