4.5.05

maður náttlega orðinn alveg hundlatur þegar maður er loksins kominn heim en það er nú svo sem ýmislegt búið að gerast síðan síðast. hugsa samt að lang flestir séu löngu hættir að nenna að kíkja hingað inn en hvað um það, hallbera er sjálfsagt minn dyggast aðdáandi þessa dagana þar sem henni tókst að slíta krossband í þriðja sinn (geri aðrir betur) og liggur bara heima og kemst varla út úr húsi, gaman það svona í upphafi sumars!!!
en ferðalagið okkar heim gekk bara mjög vel, þurftum ekki að borga neina yfirvigt eða neitt auka fyrir snjóbretti, voða ánægð með það, svo þegar komið var í keflavík þá voru davíð og gísli vinir magga mættir þar í búningum og sungu eða rauluð "magnús þú veldur okkur ekki vonbrigðum" eða eitthvað álíka endalaust og fólk var nú farið að horfa ansi mikið á þá skilst mér en þetta er eitthvað svona gaman hjá þeim félögunum að taka alltaf á móti hver öðrum með einhverjum skemmtiatriðum, t.d. þegar við komum frá nz voru gísli og erla mætt þar í jólasveinbúningum og sungu jólasveinalög!!
allavega þá fór ég bara beint í bústaðinn með mömmu og aroni þar sem pabbi beið okkar og við öll saman beint í pottinn, svo síðar um kvöldið komu helga og binni og við tókum því bara rólega.
á fimmtudag "byrjaði" ég svona óbeint að vinna, fór í 3 daga upp á langjökul þar sem það var 300 manna hópur í heimsókn á sleða og mat og var það eiginlega bara þrælkunarvinna en laugardagurinn var nú samt rólegur bara en það var svo gott veður að þetta var bara fínt. svo á mánudaginn fór ég með sveinborgu í gönguferð að miðfelli sem er rétt fyrir ofan sumarbústaðabyggðina hjá úthlíð og var það smá verkefni sem við fengum en bara ótrúlega gaman að því!!
mamma átti svo afmæli í gær og eldaði maggi að sjálfsögðu dýrindis mat handa okkur, forréttur aðalréttur og svo tvisvar sinnum eftirréttur, svona eins og tíðkast í minni fjölskyldu, en hann var búin að baka köku og svo var mamma líka buin að gera nokkrar og auðvitað þurfti að smakka á öllu saman.
í gærkvöldi fórum við maggi svo í hveragerði í rigningu og þvílíkri þoki að skoða kayak, og bara keyptum hann lika handa mér þannig að ég er komin með kayak og get farið að róa á fullu núna, ætlum að fara á föstudaginn í hvítá þar sem maggi er í helgarfríi!!!
já þetta er sem sagt það helst sem hefur á dagana drifið.
ég ætla nú ekki að lofa neinu um hvernig framhaldið verður hérna á þessari síðu en vonum það besta!!
annars ef þið þurfið að hafa samband þá er númerið mitt hérna í vinstra horninu!!!
bless í bili....
elsa

Engin ummæli: