27.1.08

fyrst að það eru ennþá einhverjir sem kíkja hérna inn þá verður maður nú að skrifa aðeins meira, þetta er allavega ekki fólk sem ég heyri í reglulega ;)
en já rebekka mín, ég veit ég er alltaf velkomin og veit að þú munt taka mig í góðan göngutúr ef ég mæti en hk er allavega ekki á dagskránni alveg strax, spurning um að ég taki þig bara með í ferð þegar þú kemur næst á klakann!!;)

annars fór helgin nu ekki alveg eins og planð. ætlaði norður á bretti en þar sem veðrið var ömurlegt á föstudag var hætt við að fara norður og kíktum við á laugavatn í staðinn á laugardag, þar var farið í gönguskíðaferð, borðað, drukkið og spilað. helga, binni og gunnar valur kíktu líka í heimsókn þangað, mjög skemmtilegt. veðrið í dag, sunnudag, er líka búið að vera ömurlegt þannig að það var spilað aðeins meira á laugarvatni og svo bara farið í bæinn! engin útivist í dag.

spáin fyrir vikuna er svo sem þokkaleg, byrja að snjóa aftur á morgun og kalt þannig að kannski nær maður einni eða tveim ferðum í bláfjöllum áður en haldið er til rússlands.

svo var ég nú líka að kaupa mér íbúð í álftamýrinni þannig að loksins fer ég að flytja að heiman, fæ reyndar ekki afhent fyrr en 1 apríl en maður ætti nu alveg að þrauka þangað til, búin að þrauka svona lengi þá ættu tveim mánuðir í viðbót ekki að skipta svo miklu máli. það sem stytttir biðin er náttlega rússlands, svo voru mamma og pabbi að bjóða öllum til barcelona í helgarferð í mars (þau eiga bæði stórafmæli á árinu) og svo páskarnir þannig að það verður nóg að gera fram að 1 apríl!

jæja, þetta má ekki vera of langt í einu. skrifa meira fljótlega þar sem það er alveg hrikalega rólegt hjá mér í vinnunni þessa dagana ;)
kiss kiss

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Congrats með íbúðina....!!!

mumminn

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með álftamýrina, Elsa :)

Svanb.

Nafnlaus sagði...

Hei
Eg kiki reglulega hingad inn!
Til hamingju med ibudina. Hvernig var nordurferdin...var tekin einhver off-road lina i tetta skiptid ;)

kv fra
Trondheim
Heidan

Nafnlaus sagði...

Djoook!!!
Ein med a notunum!

Gott ad helgin nyttist vel tratt fyrir leidinlegt vedur fyrir nordan!! :)

Ingigerður sagði...

Hey hey, kíkji reglulega hingað inn. Til hamingju með íbúðina!! :) Og skemmtu þér alveg rosalega vel í öllum ferðalögunum! :)

Halla sagði...

HÆ sæta:)
Til hamingju með íbúðina:)
Á svo ekkert að blogga frá Rússó?
Það verður spennandi að heyra ferðasögur allavega geggjuð mynd sem þú sendir.
Kveðja,
Halla

Nafnlaus sagði...

kemur mér alltaf jafn skemmtilega á óvart þegar það er nýtt blogg hérna:) alltaf gaman að lesa
kv. helga